Ásmundur Hálfdán Evrópumeistari

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímukappi úr glímudeild Vals á Reyðarfirði stóð uppi sem sigurvegari á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum sem fram fór í Brezt Frakklandi í síðustu viku.
 Ásmundur Hálfdán varð Evrópumeistari í „Backhold“og hafnaði í þriðja sæti í „Gouren“ í +100 kílóa flokki.
 Tveir fulltrúar frá UÍA tóku þátt í mótinu, en auk Ásmundar átti Hjörtur Elí Steindórsson sæti í landsliði Íslands í glímu.
Ásmundur Hálfdán er búinn að vera á mikilli siglingu og sigraði nú fyrr á árinu Íslandsglímuna og þar með Grettistbeltið, eftirsóknarverða.
Við óskum Ásmundi hjartanlega til hamingju með árangurinn.
 
Á myndinni hér til hliðar má sjá Ásmundur Hálfdán ásamt Marín Laufey Davíðsdóttur sem varð Evrópumeistari kvenna í Backhold.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok