Uppskeruhátíð Sunddeildar Austra árið 2008

Sunddeild Austra á Eskifirði hélt sína árlegu uppskeruhátíð í dag á Kaffihúsinu á Eskifirði en þar mættu foreldrar barna sem stundað hafa sundþjálfun auk þjálfara og annarra velunnara deildarinnar.

 

Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar fyrir árangur og þátttöku í sundstarfinu á árinu. Virkir iðkendur í deildinni eru nú 15 í aldursflokkaþjálfun og hafa reglubundnar æfingar verið allt árið.

Brynja Gunnarsdóttir hlaut titilinn sundmaður ársins 2008. Þá fengu Veiga Petra Guðbjörnsdóttir, Ásbjörn Eðvaldsson og Jónas Orri Wilhelmsson viðurkenningar fyrir bestu ástundunina í hverjum aldursflokk auk Brynju.

Farið var í fáum orðum yfir starf sunddeildarinnar á árinu og árangur. Hefur deildin tekið þátt í sundmótum á Dalvík, Egilsstöðum og Norðfirði. Hefur árangur deildarinnar verið ágætur enda skipa deildina hópur áhugasamra keppenda sem hafa látið til sín taka. Færðar voru þakkir öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn í starfi deildarinnar á árinu. Nú tekur við vetrarfrí sem stendur fram í byrjun febrúar en þá eru áformaðar æfingar. Þá verður stefnan tekin á að bæta og efla starf deildarinnar.

Afhentar voru yfirhafnir frá Cintamani sem nýttar verða sem einkennisfatnaður deildarinnar á mótum og viðburðum. Enginn fór svangur heim úr hófinu því boðið var uppá pizzahlaðborð og spilað var svo “actionary” þar sem tókust á foreldrar og börn og að sjálfsögðu unnu börnin með yfirburðum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok