Annríki við auglýsingar

Framkvæmdastjóri og ritari UÍA, ásamt öflugum hjálparkokkum, eru að gera víðreist þessa dagana að hengja upp auglýsingar vegna viðburða í sumar.

 

 

Annars vegar er verið að auglýsa Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem fram fer samtímis á sex stöðum á landinu dagana 7. til 11. júlí og er fyrir börn og unglinga á alrinum 11 til 18 ára. UÍA ásamt frjálsíþróttadeild Hattar eru framkvæmdaaðilar skólans sem haldinn verður á Egilsstöðum. Reiknað er með því að þátttakendur gisti saman þá daga sem skólinn fer fram og verður boðið upp á margvíslega afþreyingu auk æfinga í frjálsum íþróttum. Þátttökugjald er 15.000 krónur og innifalið í því er fæði, gisting og æfingagjöld. Áhugasamir geta haft samband við UMFÍ í síma 568-2929 eða UÍA í síma 471-1353.


Hins vegar er verið að auglýsa Unglingalandsmót sem fer fram í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Að vanda verður þar um frábæra vímulausa skemmtun að ræða. UÍA stefnir að því að senda vaska sveit keppenda og foreldra á staðinn og hvetur alla til þess að mæta. Þeir sem einu sinni hafa farið á landsmót vilja alltaf fara aftur. Nánari upplýsingar um unglingalandsmót er að finna á heimasíðunni www.ulm.is.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok