UMFB sigurvegarar í Malarvinnslubikarnum

<p><em>Eftir æsispennandi leik í lokaumferð Malarvinnslubikarsins hömpuðu Borgfirðingar bikarnum.</em></p>

<p>Borgfirðingar héldu á Seyðisfjörð og léku þar við heimamenn í 06. apríl. Það blés ekki byrlega fyrir gestunum sem voru 2-0 undir í hálfleik, en þurftu á stigi að halda til að tryggja sér bikarinn. Þeir girtu sig í brók í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk í röð en heimamenn jöfnuðu þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og áttu heimamenn m.a. þrumuskot rétt fram hjá marki gestanna. En Borgfirðingar héldu út og gleðin var mikil þegar fyrirliði og formaður UMFB, Ásgrímur Ingi Arngrímsson tók við bikarnum úr hendi framkvæmdastjóra UÍA.</p><p>Í Fjarðabyggðarhöllinni gerðu gestirnir í BN ´96 sér lítið fyrir og unnu öruggan sigur á heimamönnum í KR, 3-6. Ef Borgfirðingar hefðu ekki náð stigi á Seyðisfirði hefði því bikarinn endað í Neskaupstað. Það varð þó ekki að þessu sinni en Norðfirðingar munu án vafa mæta tvíefldir til leiks að ári.</p>

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok