Fundargerð 20151026

Stjórnarfundur UÍA, 26. október, 2015. Haldinn í Grunnskólanum á Reyðarfirði kl 17:30.
Mætt: Gunnar Gunnarsson, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Pálína Margeirsdóttir, Reynir Zöega og Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra. Jósef boðaði forföll.

1.Síðasta fundargerð
Fundargerð síðasta fundar borin undir fundinn. Samþykkt samhljóð.

2. Innsend erindi
-Svar frá Verkefna- og fræðslusjóði UMFÍ vegna styrkbeiðna, dagsett 20. október. Samþykkt að styrkja Farandþjálfun UÍA um 100.000 kr. Styrkbeiðnum vegna Ungmennaskiptaverkefnis og fyrirlesturs Ást gegn hatri á Austurlandi, hafnað.
-Erindi frá ÍSÍ dagsett 21. okt. Uppfærður listi félaga í keppnisbanni vegna vanskila í Felix. Framkvæmdastýra kynnti hvaða austfirsku félög eru á listanum og þau samskipti sem hún hefur átt við þau.

3. Skýrsla skrifstofu:
Hildur fór yfir skýrslu skrifstofu. Efni skýrslu:

Haukur Valtýrsson og Auður Inga Þorsteinsdóttir frá UMFÍ funduðu í Egilsstaðaskóla þann 6. október og kynntu umsókn íþróttabandalaga að UMFÍ. Fimm mættu til fundar.

9. bekkur Fellaskóla óskaði eftir innkomu UÍA vegna Hreyfiviku og forvarnardags. Framkvæmdastýra heimsótti skólann 8. okt sá um ,,worldcafé“ um mikilvægi hreyfingar á víðum grunni, fór í hópleiki og skildi börnin eftir með margvísleg verkefni sem þau hafa svo unnið að s.s. að prófa íþrótt sem er í boði á svæðinu en þau hafa ekki reynt áður og kynna sér og búa til hreyfiviðburði sem þeim finnast áhugaverðir en eru ekki í boði hér. Í framhaldinu kynnti framkvæmdastýra ringó fyrir bekknum.

Framkvæmdastýra sótti fund fyrir styrkahafa úr EUF í gegnum netið. Þar var starfsemi og ýmsir styrkmöguleikar EUF kynntir. Hjörtur Ágústsson starfsmaður EUF mun koma austur með kynningu 13. nóvember.

Bólholtsbikarinn. Umsóknarfrestur rann út 18. okt, en var framlengdur til 25. okt, umsóknir að tínast inn, fjögur lið skráð nú þegar.

Styrkbeiðnir til sveitarfélaga vegna 2016, hafa verið sendar.

ULM undirbúningshópur fundar mánudaginn 26. okt vegna aðstöðumála fyrir ULM 2017. Rætt við Ómar Braga verkefnsstjóra ULM hjá UMFÍ og hann mun koma austur til skrafs og ráðagerða í nóvember.

Sprettur úthlutunarfundur fer fram 26. okt og formleg úthlutun verður samhliða úthlutun úr Samfélagssjóði Alcoa þann 29. okt.

4. Fjármál, átta mánaða uppgjör.
Átta mánaða uppgjör lagt fram til kynningar.

5. Sambandsþing UMFÍ
Hildur og Gunnar fóru yfir það helsta sem fram kom á sambandsþingi UMFÍ sem haldið var á Vík.
6. Undirbúningur ULM 2017
Rætt um hvenær tímabært væri að stofna Unglingalandsmótsnefnd og fyrstu skref undirbúningsins. Áhersla lögð á að skapa stemningu fyrir mótinu og kynna undirbúning þess fyrir þátttakendum og starfsfólki úr öllum fjórðungnum.

7. Undirbúningur fyrir útgáfu Snæfells
Rætt um auglýsingaöflun og aðkomu stjórnar að henni.

8. Önnur mál
G.G. lagði til að keypt yrði rafdrifið skrifborð á skrifstofuna. Samþykkt samhljóða.

Framkvæmdastýra fer á leiðtoganámskeið á Kýpur. Stjórn samþykkir að borga eigið framlag starfsmanns. Tekið af liðnum endurmenntun.


Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 23. nóvember 2015 á Reyðarfirði

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:52
Fundargerð ritaði Elsa Guðný

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok