Fundargerð 20151123

Stjórnarfundur UÍA 23. nóvember 2015 kl 17:30, haldinn í grunnskólanum á Reyðarfirði.
Mættir:
1. Síðasta fundargerð
Fundargerð samþykkt.

2. Innsend erindi
Erindi frá UMFÍ dagsett 2. nóv. Tilnefndingar til nefnda á vegum UMFÍ
kynnt, ákveðið að senda póst aftur á aðildarfélög.
Erindi frá UMFÍ dagsett 12. nóv. Úthlutun úr Umhverfissjóði
Styrkur sem sótt var um 2012 skreið fram í dagsljósið, þarf að huga að þessu. Spurning um að koma á fót umhverfisstefnu. Reyni og Hlöðver falið að skoða umhverfisstefnur.
Erindi frá Bjarneyju Jónsdóttir á Vopnafirði dagsett 21. nóv. Fræðsluerindi UMFÍ
Bjarney hefur áhuga á að fá Sabinu Landsfulltrúa hjá UMFÍ til að koma austur einnig væri gaman ef hægt væri að tengja hennar komu við Jörgen Nílesson saman við þá komu.

3. Skýrsla skrifstofu
Sprettsúthlutun fór fram í tenglsum við úthlutun úr Samfélagssjóði Alcoa á Fáskrúðsfirði 29. okt. Gunnar og Reynir stóðu sig með sóma.

Erasmus + námskeið
Framkvæmdastýra sótti S.O.A.P II námskeið á Kýpur 1.-8. nóv. Fróðleg og skemmtileg ferð.Miklir möguleikar á ungmennaskiptaverkefnum víða um Evrópu. Tengsl við og áhugi á mögulegu samstarf t.d. við Írland, Lichtenstein og fleiri lönd. Áhugasamir höfðu strax samband og sýna áhuga á að koma til okkar. Það eru ágætis líkur á að fá styrki hjá EUF, sækja þarf um fyrir 1.febrúar. Setja allt á fullt að undirbúa umsóknir í janúar.
Í framhaldinu sótti framkvæmdastýra námskeið EUF sem haldið var á Egilsstöðum 13. nóv. Margt ganglegt kom fram, góðir möguleikar á styrkjum hér og ýmis góð ráð við gerð umsóknar.
Bólholtsbikarinn kominn í gang 4 lið, Fjarðabyggð, Unglingalið Hattar, Egilsstaðanautin og Sérdeildin. Úrslitahátíð 19. mars. Hátíðin verður með breyttu sniði, spilað verður í undanúrslit og svo einn dagur alvöru úrslit.

Snæfell
Efnistök komin nokkuð á hreint, auglýsingasala stendur í 1,2 milljónum, áætlaður kostnaður við útgáfu er um 970.000 kr. Hildur ítrekar að stjórn beiti sér í þeim fyrirtækjum sem þau þekkja til.
Vantar töluvert uppá auglýsingatekjur seú nægar.

Bikarmót UÍA í sundi.
Haldið á Djúpavogi 22. nóv í tengslum við æfingabúðir með Inga Þóri Ágústssyni. Góð þátttaka, Neisti, Austri, Þróttur, Sindri og Höttur tóku þátt. Austri sigraði, Neisti í öðru sæti.
Unnið með Splash nýtt mótaforrit, ýmsir hnökrar sem skrifast á reynsluleysi og nokkuð flókið stigakerfi mótsins. En margt jákvætt líka vorum með þrjá austfirska dómara á mótinu. Misstök urðu við verðlaunaafhendingu. Keppendur 10 ára og yngri fengu í nokkrum tilvikum verðlaun vegna misskilnings hjá starfsmönnum.

UMF Egill rauði hélt 100 ára afmæli sitt 22. nóv. Gunnar mætti færandi hendi og borðaði kökur!
Súkkulaðikakan mjög þung í maga en fullt af öðru góðgæti líka. Skemmtilegt afmæli félagið stefnir á nokkur verkefni meðal annars örnafnaskrá. Einnig verður félagið með bókaupplestur um næstu helgi.

Góður árangur Austfirðinga á Silfurleikum ÍR í frjálsum íþróttum, Haustmóti FSÍ í fimleikum og á Íslandsmóti 3. og 5. fl í blaki á Norðifirði um nýliðna helgi.

Framundan Bæjarráðsfundur í Fjarðabyggð 7. des.
Gunnar Gunnarsson og Hildur Bergsdóttir koma til með að mæta.
4. Fjármál
Litið yfir ársreikninginn það sem komið er, slatti af spurningum um hann en þá færri en síðast. Aðeins spáð í Ungverjalandsferðina og það sem uppá vantar þar. Umræða um video og Sprett Sporlanga og hvernig er hægt að klára það, Sprettur þarf allavegna að komast á bretti í janúar og þá verður vonandi hægt að halda áfram. Jósep og Gunnar karpa um launamál Hildar og hækkunina sem hún átti að fá en hefur ekki fengið því þeir héldu að hinn ætlaði að græja það.
5. Formannafundur ÍSÍ
Formannafundur ÍSÍ verður í næstu viku. Ákveðið að Hildur Bergsdóttir fari fyrir okkar hönd farið yfir fundargöng. Umræður um Felix og hvort eigi að styðja flutning yfir í annað kerfi, menn sammála um að Felix sé ekki alslæmur en spurning hvort á að kaupa nýtt og hvað eigi að eyða í það miklum peningum. Vantar pening í afreksíþróttir þar er talað um 1/2 miljarð.
6. Önnur mál
Jósep upplýsir að það stefni í að það verði lið bæði í 2 og 3ja flokki karla í fótbolta, það hefur verið töluverð vinna í búningamálum. Búningarnir verða í UÍA litunum. Mikil gleði með það.
Töluverð umræða um fótbolta sumarsins, velli og fleira skemmtilegt.

Stefnt að næsta fundi í janúar 2016

Fundi slitið 19:20
fundargerð ritaði Pálína Margeirsdóttir

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok