Elías Atlason starfsmaður ÍSÍ mun koma austur 12. apríl og kynna nýtt kerfi varðandi starfsskýrsluskil aðildarfélaga. Við hvetjum fulltrúa aðildarfélaga til þess að koma á fundina og jafnframt skrá sig (sjá tengil hér að neðan í fréttinni)
Haraldur Gústafsson í Skotfélagi Austurlands varð Íslandsmeistari innanhúss í bogfimi um helgina. Haraldur vann einnig utandyra titilinn á árinu og báða þeirra í jafntefli/bráðabana og er því óumdeildur Íslandsmeistari í bogfimi á árinu 2021.
Haustfjarnám allra stiga í almennum hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 27. september næstkomandi. Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar en sérgreinaþátt námsins sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ eða með sambærilegum hætti.
Nú er búið að boða til Sambandsþings UÍA 2022. Þingið í ár fer fram á Seyðisfirði þann 24. apríl 2022 og hefjast þinghöld kl. 11:00.
Viljum minna á að einungis þau félög sem mæta á þingið og skila inn gögnum í gagnagrunn ÍSÍ eiga rétt á Lottó úthlutun 2022.
Á þinginu verða veittar viðurkenningar til íþróttamanns UÍA 2021 og til handhafa Hermanns- bikarsins, sem er til minningar um Hermann Níelsson. Bikarinn er veittur deild, einstaklingi eða félagi sem hefur staðið fyrir nýsköpun, þróun og uppbyggingu í starfi félags.
Tilnefningar til Hermanns-bikars og Íþróttamanns UÍA skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., ekki seinna en 10. apríl. Eyðublöð til tilnefningar hafa verið send á aðildarfélög UÍA.
Dagskrá þingsins lítur svona út:
11:00 Þingsetning og skipan starfsmanna
a) Þingforseti b) Þingritari
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur 2021 lagður fram
Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning
Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa
Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði
Skrifað var undir samning við Abler, sem rekur hugbúnaðinn Sportabler um gerð á nýju rafrænu kerfi fyrir íþróttahreyfinguna. Kerfið er ætlað fyrir lögbundin skil á starfsskýrslum íþróttahreyfingarinnar.
Slöbbum saman er samstarfsverkefni UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknis og Sýnar þar sem allir landsmenn eru hvattir til að hreyfa sig. Verkefnið hefst í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni laugardaginn 15. janúar og mun standa til þriðjudagsins 15. febrúar. Verkefnið er hvatning til fólks að fara út að labba. Verkefnið er í samstarfi með VÍS, MS, Nettó og Klaka.