MMÍ 12-14 ára

Við austfirðingar áttum fjóra keppendur á meistaramóti unglinga 12-14 ára sem fram fór í Laugardalshöll um síðustu helgi. Það voru þeir Egill Þórðarsson(Þristinum), Ingimar Jóhannsson(Þristinum), Brynjar Gauti Snorrasson(Hetti) og Bjarmi Hreinsson(Hetti). Þeir stóðu sig allir með miklum sóma og náðu góðum árangri. Egill var þó sá eini sem kom heim með verðlaunapening en hann varð í öðru sæti í kúluvarpi. En drengirnir stóðu sig vel eins og áður sagði og til að mynda komst Ingimar í úrslit í 60m hlaupi og Brynjar komst einnig í úrslit en það var í grindahlaupi. Einnig náðu þeir Ingimar og Brynjar góðum árangri í 800m hlaupi þar sem þeir voru örfáum sekúndubrotum frá verðlaunasæti.

Nánari úrslit má sjá hér að linknum fyrir neðan eða á fri.is

http://157.157.136.9/cgi-bin/ritarablod/urslitmot449.pdf

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok