Malarvinnslubikar að hefjast

Uppröðun leikja er komin inn á vefinn. Veljið Íþróttamót > Malarvinnslubikarinn til að sjá hana. Fyrsti leikur er 12. júní og síðasti leikur er 24. júlí. Leikið er á sunnudögum en tvisvar sinnum er leikið á fimmtudögum. Þetta var gert til að klára mótið fyrir Verslunarmannahelgina eins og vani er á. UÍA ítrekar af gefnu tilefni að meðferð áfengis og annarra vímuefna er óæskileg á keppnisstað. Kjósi menn að hundsa það er það á þeirra eigin ábyrgð. Það er von okkar að mótið verði sem skemmtilegast þar sem það hafa ekki verið fleiri lið í nokkur ár og menn virðast ákveðnir í að leggja metnað sinn í að gera þetta sem glæsilegast. Að lokum minnum við liðin á að kynna sér reglurnar sem þau fengu send við skráningu og fara eftir þeim.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok