Stórir sigrar í gærkvöld

Fjarðabyggð og Huginn unnu leiki sína í Visa bikar karla í gærkvöld. Fjarðabyggð sigraði Neista 7-0 á Eskifirði og Huginn sigraði Hött 5-1 á Egilsstöðum. Þessi lið eru því komin áfram og eiga því möguleika á að leika við lið úr efstu deild í næstu umferð Visa bikarsins.

Í leik Fjarðabyggðar og Neista skoraði Marjan Cekic fyrstu þrjú mörk Fjarðabyggðar á 3., 6. og 20. mínútu. Á 29. mínútu skoruðu Neista menn sjálfsmark og Goran Nikolic setti því næst mark á 61. mínútu. Það var síðan Grétar Örn Ómarsson sem skoraði síðustu tvö mörkin á 76. og 82. mínútu. Þar við sat og lokatölur 7-0.

Á Vilhjálmsvelli skoraði Kristján Guðberg Sveinsson fyrsta mark Hugins á 10. mínútu. Annað markið kom á 18. mínútu og þar var að verki Sveinbjörn Jónasson. Þá minnkaði Vilmar Freyr Sævarsson muninn fyrir Hött á 31. mínútu. Því næst setti Tómas Arnar Emilsson tvö mörk á 35. mínútu og 61. mínútu. Það var síðan Mikael Nikulásson sem rak síðasta smiðshöggið á sigur Hugins með marki á 62. mínútu, staðan 5-1.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok