Huginn og Fjarðabyggð áfram

Tveir leikir fóru fram í 32ja liða úrslitum Visa bikars karla í gærkvöldi. Fjarðabyggð mætti Knattspyrnufélagi Eskifjarðar á malarvellinum á Neskaupsstað og Huginn tók á móti Leikni Fáskrúðsfirði á Seyðisfjarðarvelli. Mikið var skorað í báðum leikjum.

Fjarðabyggð sigraði Knattspyrnufélag Eskifjarðar á malarvellinum á Neskaupstað. Leikurinn fór 4-1 en því miður erum við ekki með markaskorara leiksins á hreinu, bætum úr því þegar þær upplýsingar koma í hús.

Huginn sigraði Leikni á Seyðisfjarðarvelli. Það var Andri Bergmann sem skoraði fyrsta markið á 11. mínútu, þá bætti Tómas Arnar við öðru rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik, á 47. mínútu, setti Andri Bergmann sitt annað mark. Á 52. mínútu minnkaði dýrasti leikmaður Ísland, Almir Kosic, metin og staðan því 3-1. Stuttu seinna minnkaði þjálfari gestanna, Vilberg Jónasson, metin enn frekar og staðan því orðin 3-2 og leikurinn galopinn. Það var síðan Þórarinn Máni Borgþórsson sem gerði út um leikinn og skoraði glæsilegt mark af 25-30m færi, upp í þaknetið á 79. mín. Staðan 4-2 og þannig fóru leikar.

Það eru því Fjarðabyggð og Huginn sem fara áfram í næstu umferð. Fjarðabyggð mætir annað hvort Neista eða Boltafélagi Djúpavogs sem mætast í kvöld. Huginn mætir hins vegar Hetti sem sigraði Sindra 1-0.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok