Kristín Embla glímukona ársins

Kristín Embla Guðjónsdóttir var kjörin glímukona ársins af Glímusambandi Íslands.

Kristín Embla sigraði Íslandsglímuna og varð Glímudrottning Íslands árið 2022, en það er í annað sinn sem hún sigrar Íslandsglímuna. Kristín varð í efstu tveimur sætunum á flestum mótum ársins, en keppnin var einstaklega hörð í kvennaflokknum. Kristín Embla hefur verið ein fremsta glímukona Íslands undanfarin ár. 

Kristín keppir undir merkjum Vals á Reyðarfirði eða UÍA. 

UÍA vill óska Kristínu til hamingju með frábæran árangur á árinu sem var að líða. 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok