Nýtt skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ - kynning fyrir austan

Elías Atlason starfsmaður ÍSÍ  mun koma austur 12. apríl og kynna nýtt kerfi varðandi starfsskýrsluskil aðildarfélaga. Við hvetjum fulltrúa aðildarfélaga til þess að koma á fundina og jafnframt skrá sig (sjá tengil hér að neðan í fréttinni)

Boðið verður upp á 2 fundi, annar á Egilsstöðum og hinn á Fáskrúðsfirði.

Fundirnir verða þriðjudaginn 12. apríl.

Fundurinn á Egilsstöðum verður kl. 17:00 í Hettunni á Vilhjálmsvelli

Fundurinn á Fáskrúðsfirði verður kl. 19:15 á efri hæðinni á slökkvistöðinni. 

Þeir sem ætla að mæta á fundina eru beðnir um að skrá sig en það er gert hér https://www.sportabler.com/shop/isi

Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ og félög innan þeirra vébanda að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert. Vegna innleiðingar á nýju skilakerfi hefur skilafrestur verið framlengdur til 1. maí nk. Að þessu sinni verður starfsskýrslum ekki skilað í Felix heldur í nýju skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Lokið er við prófanir á nýja kerfinu og verður það formlega opnað fyrir starfsskýrsluskil 4. apríl nk

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok