Sambandsþing UÍA 2022

Nú er búið að boða til Sambandsþings UÍA 2022. Þingið í ár fer fram á Seyðisfirði þann 24. apríl 2022 og hefjast þinghöld kl. 11:00.

Viljum minna á að einungis þau félög sem mæta á þingið og skila inn gögnum í gagnagrunn ÍSÍ eiga rétt á Lottó úthlutun 2022.

Á þinginu verða veittar viðurkenningar til íþróttamanns UÍA 2021 og til handhafa Hermanns- bikarsins, sem er til minningar um Hermann Níelsson. Bikarinn er veittur deild, einstaklingi eða félagi sem hefur staðið fyrir nýsköpun, þróun og uppbyggingu í starfi félags. 

Tilnefningar til Hermanns-bikars og Íþróttamanns UÍA skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., ekki seinna en 10. apríl. Eyðublöð til tilnefningar hafa verið send á aðildarfélög UÍA. 

Dagskrá þingsins lítur svona út:

11:00 Þingsetning og skipan starfsmanna

a) Þingforseti b) Þingritari

  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningur 2021 lagður fram
  • Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning
  • Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa
  • Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði
  • Mál lögð fyrir þingið og umræður um þau
  • Hádegismatur og ávörp gesta
  • Kosningar
  • Viðurkenningar
  • Önnur mál og þingslit

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok