Slöbbum saman - hvatning til landsmanna að hreyfa sig

Slöbbum saman er samstarfsverkefni UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknis og Sýnar þar sem allir landsmenn eru hvattir til að hreyfa sig. Verkefnið hefst í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni laugardaginn 15. janúar og mun standa til þriðjudagsins 15. febrúar. Verkefnið er hvatning til fólks að fara út að labba. Verkefnið er í samstarfi með VÍS, MS, Nettó og Klaka.

Við vitum öll að fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing. Flestir geta stundað einhvers konar létta hreyfingu. Við viljum því hvetja landann til að fara út og labba en þar sem færðin vinnur ekki alltaf með okkur á þessum árstíma höfum við húmorinn með og ætlum því að SLABBA saman, labba í slabbi og vera í slabbi.

Nú er um að gera að ræsa vinahópinn, fjölskylduna, saumaklúbbinn, vinnufélagana og Zoom-hópinn út í rokrassgatið, slabba saman og efla líkama og sál.

Við viljum fá ALLA landsmenn með okkur í lið til að slabba saman og sigurvegarinn er í raun sá eða sú sem bætir sig mest í hreyfingu.

Hoppaðu í stígvélin, reimaðu á þig skóna, settu hnakkinn á og slabbaðu af stað. Ekki gleyma snjallsímanum/úrinu og fylgstu með árangrinum. Þín upplifun er hvatning fyrir aðra og því væri gaman að þú deilir gleðinni með okkur.

Eins og í ölllum góðum verkefnum þá er von á glaðningi. Ef þú vilt eiga möguleika á skemmtilegum glaðningi þá getur þú skráð þig á visir.is/slobbumsaman eða merktu okkur á mynd með þér úr göngunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman

Einu sinni í viku verður dregið úr skráningum og merktum myndum og viðkomandi fær skemmtilegan glaðning.

Aukum gleði í samfélaginu og SLÖBBUM okkur í átt að meiri gleði.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok