Haraldur Gústafsson Íslandsmeistari innanhús í bogfimi

Haraldur Gústafsson í Skotfélagi Austurlands varð Íslandsmeistari innanhúss í bogfimi um helgina. Haraldur vann einnig utandyra titilinn á árinu og báða þeirra í jafntefli/bráðabana og er því óumdeildur Íslandsmeistari í bogfimi á árinu 2021. 

Haraldur sat hjá í fjórðungs úrslitum á Íslandsmeistaramótinu um helgina, þar sem hann var meðal tveggja efstu keppenda í undankeppni. Í undanúrslitum mætti hann Ragnari Þór Hafsteinsson úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi þar sem að Haraldur vann erfiðan leik 7-3 og hélt því áfram í gull úrslit. Í gull úrslitum var andstæðingurinn Dagur Örn Fannarsson

Á Íslandsmeistaramótinu utandyra 2021 vann Haraldur einnig titilinn með sjaldgæfasta formi sem kemur upp í bogfimi, en endurtaka þurfti bráðabana þar sem ekki var hægt að skera úr um hver hefði unnið fyrsta bráðabana.

Allar nánari upplýsingar má finna með því að smella hér

UÍA óskar Haraldi til hamingju með frábæran árangur. 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok