Sportabler tekur við sem starfsskýrslukerfi ÍSÍ og UMFÍ

Skrifað var undir samning við Abler, sem rekur hugbúnaðinn Sportabler um gerð á nýju rafrænu kerfi fyrir íþróttahreyfinguna. Kerfið er ætlað fyrir lögbundin skil á starfsskýrslum íþróttahreyfingarinnar.

„Við erum spennt fyrir samstarfinu sem við höfum trú á að færi íþróttahreyfingunni upplýsingar sem hægt verður að nýta til þess að efla starfið enn meira og aðstoða við áherslur og ákvarðanatöku. Tæknin og tækifærin sem fylgja henni eru samfélaginu til góða,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Hann skrifaði í dag ásamt þeim Markúsi Mána M. Maute, framkvæmdastjóra Abler, og Gunnari Bragasyni frá ÍSÍ. Undir samninginn skrifuðu jafnframt þær Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ

Kerfið sem Abler þróar mun leysa af hólmi starfsskýrsluskil í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, sem hefur verið í notað til verkefnisins frá árinu 2004. Með tilkomu nýs kerfis munu skil hjá íþróttahreyfingunni fara fram í gegnum Sportabler, sama kerfi og meirihluti íþróttafélaga notar í sínu daglega starfi. Horft er til þess að með nýju kerfi verði skil félaganna skilvirkari og einfaldari en áður. 

Nánari upplýsingar og fréttina í heild má finna á heimasíðu UMFÍ

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok