Dagskrá Sumarhátíðar UÍA og Síldarvinnslunnar 2021

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram helgina 10-11. júlí á Egilsstöðum og er dagskráin klár. 

Eins og búið er að tilkynna verður ekkert þátttökugjald á hátíðina í ár í tilefni af 80. ára afmæli UÍA. Keppendum er samt skylt að skrá sig í þær greinar sem þeir ætla að taka þátt í. Hægt er að skrá sig í greinar með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Allir keppendur fá armband sem sýnir fram á að búið sé að skrá sig. 

Eftir að öllum keppnisgreinum er lokið á laugardeginum verður grillveisla í Tjarnargarðinum og Emmsjé Gauti mun koma og halda uppi stuðinu með ljúfum tónum.

Dagskrá Sumarhátíðar 2021:

Laugardagur 10. júlí

Kl. 9-12 Sundmót í sundlauginni á Egilsstöðum 

Sömu greinar og vanalega. Hvetjum keppendur til þess að mæta tímanlega.

Aldur: 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára og 15-17 ára.

Tímaseðil og keppnisgreinar má sjá hér https://live.swimrankings.net/30237/#

Skráningarfrestur er til 09. júlí.kl 12.00

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Kl. 11:00-13:00 Bogfimikynning á Vilhjálmsvelli

Aldur: 8 og eldri.

Komdu við, láttu ljós þitt skína og hitaðu upp fyrir bogfimimótið sem hefst kl. 14:30

 

Kl. 12:00-14:00 Strandblak í Bjarnalundi

Aldur: 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára. Keppt er í karla og kvennaflokki.

Hver leikur er 1x10 mín. Tveir í liði.

Skráningarfrestur er til 09. júlí. kl 12.00

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Kl. 12:00 Rafíþróttir í Menntaskólanum

Aldur: 11 ára og eldri.

Keppt verður í Fifa og Rocket League.

Skráningarfrestur er til 09. júlí. kl 12.00

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Kl. 13:00 Skák í Menntaskólanum

Aldur: Opið öllum

Skráningarfrestur er til 09. júlí. kl 12.00

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Kl. 13:00 Pönnubolti í Tjarnargarði

Aldur: 10 ára og yngri

Einn á einn í svokallaðri fótboltapönnu.

Skráningarfrestur er til 09. júlí. kl 12.00

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Crossnet verður í Tjarnargarðinum, tilvalið fyrir alla að leika sér í blaki

 

Kl. 14:00 Folf í Tjarnargarði

Aldur: Opið öllum

Skráningarfrestur er til 09. júlí. kl 12.00

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Kl. 14:00 Kökuskreytingar í Menntaskólanum

Aldur: 11-12 ára og 13-15 ára

Bæði einstaklings og liðakeppni með 2 í liði

Þema: Eldgos

Reglur: Þátttakendur fá tilbúna hringlaga svampbotna á staðnum. Ýmislegt verður á staðnum til skreytinga: krem, nammi, kökuskraut o.fl.

Keppendur fá eina klst. til að vinna í skreytingunni. Þátttakendum er heimilt að koma með áhöld til skreytinga, t.d stútar, sprautur, sleikjur, skeiðar, hnífar, skæri, gaffla og það sem ykkur dettur í hug. Kökuskraut er heimilt að koma með að heiman og matarlit til litunar á kremi.

Kökurnar eru settar á smjörpappír á keppnisstað en keppendum er velkomið að taka disk með sér að heiman. Ekki er heimilt að vera með tilbúnar myndir til skreytinga.

Skráningarfrestur er til 09. júlí. kl 12.00

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Kl. 15:00 Körfuboltamót 3 á 3, á útivelli við íþróttahús

Aldur: 8-9 ára, 10-12 ára og 13-15 ára

Skráningarfrestur er til 09. júlí. kl 12.00

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Kl. 17:00 Grillveisla og Emmsjé Gauti í Tjarnargarðinum

Grillaðar pylsur og Emmsjé Gauti mun sjá um tónlistina.

 

Sunnudagur, 11. júlí

Kl. 10:00-12:00 Frjálsar 10 ára og yngri á Vilhjálmsvelli

Keppt verður í 60 m. 400 m. hringhlaupi, langstökki og boltakasti.

Tímaseðil má nálgast á

http://mot.fri.is/MotFRI/

Skráningarfrestur er til 09. júlí. kl 12.00

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Kl. 12:30 Frjálsar 11 og eldri á Vilhjálmsvelli

Keppt verður í spretthlaupi, ýmist 60 eða 100 m., 400 m. hringhlaupi, ýmist 600 eða 800 m., 4x100m boðhlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og spjótkasti.

Fyrir 14 ára og eldri verður einnig boðið upp á keppni í þrístökki, sleggjukasti og kringlukasti.

Tímaseðil má nálgast á

http://mot.fri.is/MotFRI/

Skráningarfrestur er til 09. júlí. kl 12.00

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Skráningum skal skila á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ekki seinna en 09. júlí kl 12.00. Frekari upplýsingar má nálgast í síma 776 9703 (Halldór)

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok