Farandþjálfun UÍA fer í gang 7. júní

Eins og áður mun UÍA bjóða upp á farandþjálfun fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára. Í ár verða æfingarnar aðildarfélögunum að kostnaðarlausu í tilefni 80. ára afmælis UÍA

Æfingarnar munu fara af stað 7. júní og verða æfingatímar eftir samkomulagi við félögin. 

Eins og í fyrra mun Halldór Bjarki Guðmundsson, sumarstarfsmaður UÍA sjá um æfingarnar. Hann hefur margra ára reynslu af þjálfun barna og unglinga í íþróttum og er vinna í fullum gangi við að undirbúa æfingarnar. 

Áhersla verður lögð á að krakkarnir upplifi skemmtilegar og jákvæðar íþróttaæfingar sem muni hvetja til frekari áhuga á íþróttum. Einnig verður athygli vakin á Sumarhátíð UÍA sem verður haldin 10-11. júlí og vonast er til þess að sem flestir taki þátt.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Halldóri á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 776 9703.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok