Fimleikahús Hattar á Egilsstöðum tekið í notkun

Á laugardaginn var haldin formleg vígsla á nýrri viðbyggingu sem Íþróttafélagið Höttur sá um að byggja í samstarfi við Fljótsdalshérað.
Nýr salur er 1.000 fm2 og er útbúinn fyrir fimleikaiðkun ásamt 4 hlaupabrautum og stökkgryfju undir frjálsíþróttir. Verkefnið hófst formlega 2015 með undirritun viljayfirlýsingar milli aðila en formlegar framkvæmdir hófust við húsið eftir að fyrsta skóflustungan var tekin í nóvember 2018.

Húsið sjálft kostaði 220 milljónir en búnaður kostaði 50 milljónir og lagði því sveitarfélagið Fljótsdalshérað samtals 270 milljónir til verksins.

Verkefnið byggðist upp á samvinnu milli Hattar og þeirra fyrirtækja sem tóku þátt ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum sem lögðu sitt af mörkum í að láta þennan draum verða að veruleika. Viðbyggingin hýsir fullbúið fimleikahús ásamt hlaupabrautum og stökkgryfju fyrir frjálsíþróttir. Hún mun gjörbreyta aðstöðu til iðkunar beggja íþróttanna en einnig annarra þar sem biðlisti hefur verið um tíma í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Auður Inga framkvæmdarstjóri UMFÍ sagði framkvæmdina ungmennafélagsandann í hnotskurn og hringi nú margir sérfræðingar að sunnan austur til að læra af fordæmi Hattarfólks. Íþróttahreyfingin í heild myndi hagnast á því þegar svarað væri í símann fyrir austan.

Meðal gesta á vígslunni voru forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra, Hafsteinn Pálsson frá ÍSÍ ásamt Auði Ingu Þorsteinsdóttur. 
Við hjá UÍA óskum Hetti innilega til hamingju með nýju bygginguna. 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok