Breytingar á fyrirkomulagi þings UÍA

Stjórn UÍA ákvað á fundi sínum í dag að í ljósi aðstæðna verði þing sambandsins haldið með fjarfundafyrirkomulagi.

 

Til þings var boðað með lögbundnum fjögurra vikna fyrirvara í lok júlí. Þingið var boðað á Seyðisfirði fimmtudaginn 27. ágúst kl. 18:00.

Í ljósi samkomutakmarkana og fjölda smita á Austurlandi telur stjórn UÍA erfitt að stefna þingfulltrúum á sama staðinn. Á sambandinu hvílir þó sú skylda að halda þing.

Til að uppfylla þá skyldu telur stjórnin rétt að standa við að halda þing fimmtudaginn 27. ágúst klukkan 18:00 en það verði haldið í gegnum fjarfund. Unnið er að nánari tæknilegri útfærslu og verður hún tilkynnt er nær dregur. Sjái formenn, eða skráðir tengilliðir félaga hjá UÍA, sér ekki fært að fylgjast með tilkynningum frá stjórn í aðdraganda þings geta þeir komið upplýsingum um staðgengla á framfæri við skrifstofu sambandsins í síma 899-7888 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Samkvæmt reglum UÍA um lottóúthlutun er aðildarfélögum skylt að senda ákveðið hlutfall þeirra fulltrúa sem þau eiga rétt á til þings þannig þau komi til greina við útdeilingu lottótekna. Í ljósi aðstæðna er stjórn UÍA sammála um að rýmka þær heimildir þannig ekki verði tekið tillit til fulltrúa fjölda en eftir sem áður verði félög að senda minnst einn fulltrúa á þingið.

Slík ákvörðun er þó alltaf í höndum þingsins sjálfs. Mun stjórn UÍA senda frá sér fullmótaða tillögu um þetta til þingsins eigi síðar en næsta mánudag.

Ekki verða veitt starfsmerki eins og hefð er fyrir á þingum UÍA vegna aðstæðna. Stjórn UÍA stefnir hins vegar á að kjósa og tilkynna um annars vegar íþróttamann UÍA, hins vegar Hermannsbikarinn, hvatningarverðlaun UÍA.

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni getur hvert aðildarfélag eða sérgreinaráð UÍA tilnefnt að hámarki þrjá einstaklinga fyrir afrek unnin á almanaksárinu fyrir þingið. Íþróttamenn skulu hafa náð 14 ára aldri. 

Hermannsbikarinn er veittur einstaklingi, deild eða félagi innan UÍA sem staðið hefur fyrir nýsköpun eða uppbyggingu í starfi.

Hér með er óskað eftir að aðildarfélög sendi inn tilnefningar þar um til skrifstofu sambandsins á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi síðar en á hádegi mánudaginn 24. ágúst.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok