Sjóvá Kvennahlaup 13.júní 2020

Sjóvá Kvennahlaup verður haldið um allt land laugardaginn 13. júní. Hér fyrir austan verður boðið upp á hlaup á nokkrum stöðum.

Eftirfarandi eru staðirnar sem bjóða upp á hlaup:

Vopnafjörður: Hlaupið frá nýja vallarhúsinu, íþróttavelli kl. 11:00. Boðið verður upp á 3,5km og 7km.

Egilsstaðir: Hlaupið frá Tjarnargarði kl. 11:00. Boðið verður upp á 2,5km og 5km. Posi verður á staðnum.

Seyðisfjörður: Hlaupið frá Sólveigartorgi kl. 11:00. Boðið verður upp á 3km.

Borgarfjörður eystri: Hlaupið frá Fjarðarborg kl. 13:00. Boðið verður upp á 2km og 4km.

Neskaupsstaður: Hlaupið frá Nesbæ kaffihúsi kl. 11:00. Boðið verður upp á 2,5km og 5km.

Fáskrúðsfjörður: Hlaupið frá sundlauginni kl. 11:00. Boðið verður upp á 2,5km og 5km.

Stöðvarfjörður: Hlaupið frá Brekkunni kl. 11:00. Boðið verður upp á 5km.

Djúpivogur: Hlaupið frá íþróttamiðstöð kl. 11:00. Boðið verður upp á 3km og 5km.

Verð fyrir fullorðna er 1500 kr og börn (12 ára og yngri) 500 kr. 

Bolir verða ekki seldir á staðnum en þeir eru einungis seldir í gegnum https://tix.is/is/event/10010/sjova-kvennahlaup-isi/. En keppendur eru hvattir til að mæta í gömlum kvennahlaupsbolum. 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok