Farandþjálfun UÍA 2020

Nú líður að sumri, krefjandi vetur að klárast og spennan orðin mikil fyrir sumrinu. Eins og síðustu ár mun UÍA bjóða upp á farandþjálfun. Aðildarfélögum býðst að fá þjálfara til að sjá um íþrótta- og hreyfiæfingar fyrir börn á aldrinum 6-11 ára.

Áhersla verður lögð á þátttöku barna í íþróttum og stuðst við frjálsar íþróttir og almenna hreyfingu í gegnum leik. Ef óskað er eftir búnaði getum við hjá UÍA lagt hann til.
Halldór Bjarki Guðmundsson, sumarstarfsmaður hjá UÍA mun sjá um æfingarnar. Hann hefur margra ára reynslu af þjálfun allra aldurshópa í knattspyrnu, bæði börn og unglinga. Einnig hefur hann starfað í grunnskóla sem stuðningsfulltrúi. Hann hefur mikinn áhuga á öllum íþróttum og öllu sem að þeim kemur. Halldór leggur mikið upp úr því að æfingarnar verði við allra hæfi og að allir fái vettvang til að blómstra í íþróttum. Jákvæð upplifun og gleði á æfingum er lykilatriði í því.

Farandþjálfunin verður frá 8.júní og samkv. samkomulagi við félögin. Hver æfing kostar 5.000 kr en innifalinn er ferðakostnaður þjálfara, óháð vegalengd. 

Áhugasamir geta sent línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 776-9703 ef vilji er fyrir því að nýta ykkur farandþjálfunina í sumar. Lokafrestur til umsóknar er þann 1.júní næstkomandi.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok