Austfirsk ungmenni á leið til Ungverjalands

Tólf austfirsk ungmenni halda á sunnudag til Ungverjalands í 11 daga ferð, ásamt framkvæmdastýru og formanni UÍA. Ferðinni er heitið til bæjarnins Orosháza en þar mun hópurinn, ásamt ungverskum jafnöldrum sínum, taka þátt í ungmennaverkefni sem ber yfirskriftina HUN-ICE Sports in social inclucion and non-formal education.

Markmið verkefnisins er að efla samstöðu og skilning meðal ungs fólks frá ólíkum löndum. Til þess er stefnt saman ungmennum frá dreifbýli á Íslandi og í Ungverjalandi í viku þar sem notaðar eru óformlegar námsaðferðir. Stefnt er að því að ungmennin verði félagslega færari eftir ferðina með ríkari skilning á fjölbreyttri menningu. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn eigum við ýmislegt sameiginlegt, bæði áskoranir og lausnir. Sérstök áhersla er lögð á íþróttir til að virkja sem flesta í samfélaginu en hóparnir munu undirbúa og taka þátt í jaðaríþróttadegi í Orosháza.

 

Ferðin er styrkt af Erasmus en að auki leggja sveitarfélög þátttakanda og hinir ýmsu sjóðir til styrki í verkefnið.

Ungmenni í ferðinni eru Almar Blær Sigurjónsson, Emma Líf Jónsdóttir, Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir, Mikael Arnarsson, Rósey Kristjánsdóttir, Vigdís Diljá Óskarsdóttir, Mikael Máni Freysson, Rebekka Karlsdóttir, Bergey Eiðsdóttir, Þórir Steinn Valgeirsson, Sigurlaug Helgadóttir og Benedikt Jónsson. Fararstjórar eru Hildur Bergsdóttir og Gunnar Gunnarsson.

Hópurinn mun gera sitt besta í að miðla jafnóðum því sem á daga hans drífur og má fylgjast með á facebook síðu UÍA, á Snapchat og Instagram umfausturlands, auk þess sem ‪#‎uiagyiot‬ og  ‪#‎evropaungafolksins‬ verða nýtt.

Skrifstofa UÍA verður lokuð af þessum sökum til 18. september, en tölvupósti svarað eftir föngum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok