Unglingalandsmóti lokið - úrslit.

Þau eru þreytt en sátt, UÍA liðið, sem heldur nú heim frá Akureyri eftir góða unglingalandsmótshelgi. Árangur okkar fólks um helgina er mjög góður og veðrið betra en við höfum vanist hér í sumar. Um leið og við tilgreinum árangur þeirra keppanda sem lentu á palli viljum við þakka öllum þeim kærlega fyrir helgina sem mættu og voru UÍA, sjálfum sér og Austurlandi öllu til sóma. Úrslit úr nokkrum greinum, til dæmis strandblaki, hafa ekki enn verið birt af mótshöldurum og því ekki aðgengileg ennþá. Öll úrslit sem búið er að birta má nálgast hér. Myndir frá helginni má nálgast hér. Ekki gleyma að láta þér líka (like) við okkur á Facebook.

 

 

Í upplestrarkeppni, aldurflokki 11-14 ára, var Rafael Rökkvi Freysson í 3. sæti.

Kristófer Dan Stefánsson var í 3. sæti í Tölvuleikjnum FIFA 2015 í flokki 15-18 ára í liðinu Neisti/Stjarnan.

Þór Albertsson var sigursæll en hann landaði gulli í 100m bringusundi, 50m bringusundi og 100m fjórsundi í flokki 11-12 ára.

Liðið NorðAusturland hreppti silfur í 4x50 metra fjórsundi/boðsundi 11-12 ára stúlkna. Liðið skipuðu þær Rebecca Lísbet Sharam, Diljá Ósk Snjólfsdóttir og Sara Lind Sæmundsdóttir Thamdrup auk lánsstúlku úr öðru liði. Þetta sama lið landaði líka silfri í 4x50 metra skriðsundi/boðsundi en hétu þá Skvísurnar.

Mikael Máni Freysson stafaði allt rétt og vann stafsetningarkeppni í flokki 15-18 ára.

Atli Geir Sverrisson landaði bronsi í skák 15-18 ára drengja.

Elísabet Eir Hjálmarsdóttir tók gullið í parkour keppni 11-14 ára. Í sama flokki Eva Björk Björgvinsdóttir og varð þriðja. Rebekka Ýr Unnarsdóttir tók svo 2. sætið í flokki 15-18 ára.

Rakel Ýr Reynisdóttir 3. sæti í mótocross 15-18 ára.

Í körfuknattleik 11-12 ára stúlkna var liðið Drekarnir í 2. sæti en liðið skipuðu þær Katrín Anna Halldórsdóttir, Lísbet Eva Halldórsdóttir, Heiðdís Jóna Grétarsdóttir, Eva Lind Magnúsdóttir, Íris Hrönn Hlynsdótti, Sara Líf Magnúsdóttir, Kamilla Huld Jónsdóttir, Birgitta Einarsdóttir og Embla Eir Jónsdóttir.

Það voru þær Fanney Ösp Guðjónsdóttir og Marta Lovísa Kjartansdóttir sem saman skipuðu 1.-2. sæti í glímu 13-14 ára stúlkna. Í flokki 12 ára strák var það Kjartan Mar Garski Ketilsson sem vermdi 2. sætið.

Liðið Austur sigraði Fimleikamótið í flokki 11-14 ára stúlkna í A-flokki. Liðið skipa þær Lísbet Eva Halldórsdóttir, Katrín Anna Halldórsdóttir, Birgitta Einarsdóttir og Silja Hrönn Sverrisdóttir.

Í borðtennis 14-15 ára stráka varð Guðjón Ernir Hrafnkelsson í 3. sæti en í flokki 16-18 ára stráka varð Atli Geir Sverrisson annar. Það var svo Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem hreppti gull í flokki 14-15 ára stúlkna.

Í fljálsum íþróttum voru það eftirfarandi keppendur frá UÍA sem vermdu verðlaunasæti:
Hástökk 16-17 ára Mikael Máni Freysson 3. sæti í hástökki, stökk 1,79
60 metra hlaup stúlkna 11 ára Silja Hrönn Sverrisdóttir 2.sæti
100 metra hlaup stúlkna 16-17 ára Helga Jóna Svansdóttir 3. sæti
800 metra hlaup stúlkna 14 ára Halla Helgadóttir 2. sæti
800 metra hlaup pilta 16-17 ára Atli Pálmar Snorrason 1. sæti
800 metra hlaup pilta 15 ára Daði Þór Jóhannsson 3. sæti
600 metra hlaup stúlkna 12 ára Ester Rún Jónsdóttir 2. sæti
600 metra hlaup pilta 12 ára Arnór Snær Magnússon 3. sæti
Langstökk stúlkna 11 ára Silja Hrönn Sverrisdóttir 2. sæti
Karítas Embla Óðinsdóttir 3. sæti
Hástökk stúlkna 11 ára Silja Hrönn Sverrisdóttir 3.-5. sæti
Hástökk pilta 11 ára Unnar Aðalsteinsson 3. sæti
Hástökk stúlkna 14 ára Halla Helgadóttir 3.sæti
Langstökk pilta 15 ára Daði Þór Jóhannsson 2. sæti
60 metra grind (68 cm) stúlkna 11 ára Karítas Embla Óðinsdóttir 3.sæti
100 metra grind (76,2 cm) stúlkna 16-17 ára Helga Jóna Svansdóttir 2. sæti
Skutlukast stelpna stúlkna 11 ára Rósey Björgvinsdóttir 3. sæti
4x100 metra boðhlaup pilta 11 ára UÍA piltar 3. sæti
4x100 metra boðhlaup stúlkna 14 ára Höttur stúlkur 3.sæti
4x100 metra boðhlaup pilta 14 ára 3. sæti

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok