UÍA er komið á snapchat!

Á gervihnattaöld er mikilvægt að vera á tánum hvað tækninýjungar varða. Þó snjallforritið Snapchat sé ekki lengur "nýtt" í því samhengi hversu hraðar breytingar verða á þeim markaði þá leyfum við okkur að fullyrða, þar til annað kemur í ljós, að UÍA sé fyrsta héraðssambandið sem hefur opnað Snapchat reikning. Til þess að fylgjast með UÍA á Snapchat getur þú, lesandi góður, bætt okkur við sem vin ef þú ert sjálf(ur) með forritið. Við heitum Umfausturlands þar inni, sem og á Twitter.

Fyrirkomulagið með reikninginn verður þannig að sé eitthvað merkilegt að ske, t.a.m. sumarhátíð UÍA og SVN, Fjórðungsmót hestamanna eða fulltrúar UÍA að keppa einhversstaðar, þá verður einhver fulltrúi þar með aðgang að okkar reikningi á Snapchat og uppfærir þannig jafnóðum þá sem fylgjast með. Þetta er líka skemmtileg leið fyrir fólk til að sjá hvað það er í raun og veru sem UÍA stendur fyrir og skyggnast bak við tjöldin í keppnir og skipulag þeirra.

 

Við erum að minnsta kosti mjög spennt yfir þessum nýjungum og hlakkar til að sýna ykkur hvað gerist innan UÍA.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok