Mótaskrá frjálsíþróttaráðs UÍA

Frjálsíþróttasumarið er hafið og áttu keppendur að austan góða ferð á Sumarleika HSÞ nú um helgina. Það verður einnig nóg um að vera í mótahaldi hér eystra í sumar.

Mótaskrá Frjálsíþróttaráðs má sjá hér og þar kennir ýmissa grasa.

Mótaröð UÍA og HEF verður á sínum stað og fyrsta mótið af þremur verður nú á miðvikudagskvöld.

Keppni hefst kl 18:00 á Vilhjálmsvelli. Mótin í sumar verða þrjú og keppt í fjórum greinum á hverju þeirra. Stig eru veitt fyrir árangur í hverri grein, sex stig eru veitt fyrir 1. sæti, 5 stig fyrir annað sæti og þannig koll af kolli. Keppt er í flokkum stúlkna og pilta 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri. Stigahæstu einstaklingarnir í hverju flokki í sumar fá verðlaun í lokin.

 

Í mótinu á miðvikudag verður keppt í kúluvarpi, spjótkasti, þrístökki og 400 m hlaupi.

Annað mótið verður 22. júlí og keppnisgreinar verða kringla, hástökk, 1500 m hlaup og 60/80/100 m hlaup.

Þriðja og síðasta mótið verður 19. ágúst þar sem keppt verður í sleggjukasti, langstökki, 60/80/100/110 m grindahlaupi og 800 m hlaupi.

Einnig er vert að benda á leifrandi fjöruga Spretts Sporlangaleika 18. ágúst, samæfingar og svo auðvitað hina einu sönnu Sumarhátíð.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok