Sprækir sundkappar á Vormóti UÍA

Síðastliðna helgi var í nógu að snúast hjá sundfólki á Austurlandi en þá stóð sundráð UÍA fyrir æfingabúðum, dómaranámskeiði og Vormóti í sundlauginni á Neskaupstað.

Um 50 krakkar víðsvegar að af Austurlandi tóku þátt í æfingabúðum og nutu þar leiðsagna þjálfara af svæðinu, á sama tíma kenndi Ólafur Baldurson frá Sundsambandi Íslands verðandi dómurum allt sem vert er að vita um dómgæslu á sundmótum. Að loknum æfingum á föstudagskvöldi var blásið til kvöldvöku og skapaðist þar fjörug og skemmtileg stemming. Á laugardeginum fengu svo hvoru tveggja að spreyta sig vel æfðir sundkappar og dómaraefni en þá var efnt til hins árlega Vormóts UÍA í sundi. Þrátt fyrir að heiti mótsins gæfi fögur fyrirheit um verðursæld, mátt á laugardeginum vart á milli sjá hvort blautari voru starfsmenn sem á bakkanum stóðu eða keppendurnir í lauginni. Að sjálfsögðu lét þó enginn vordynti veðurguðanna á sig fá, en ríflega 60 keppendur á aldrinum 6-16 ára frá fimm félögum, mættu til leiks og stóðu hvoru tveggja keppendur og dómarar sig með stakri prýði. Að móti loknu gæddu keppendur og starfsfólk sér að pizzum í Egilsbúð og þar fór fram verðlaunaafhending.

Úrslit mótsins má nálgast hér

Þökkum við keppendum, starfsfólki, áhorfendum og öðrum velunnurum, sundráði og mótanefnd UÍA og síðast en ekki síst Ólafi Baldursyni sunddómara fyrir skemmtilega samveru.

Á myndunum hér til hliðar má sjá annarsvegar keppendur úr flokkum 10 ára og yngri (efri mynd) og keppendur úr flokkum 11-17 ára (neðri mynd).

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok