Æfingabúðir og Vormót UÍA í sundi

Nú um helgina verður mikið um að vera hjá sundfólki á Austurlandi. Á morgunn föstudag efnir sundráð UÍA til æfingabúða og dómaranámskeiðs í sundi í sundlauginni á Neskaupstað. Markmið æfingabúðanna er meðal annars að styrkja tengsl milli sundiðkenda víðsvegar að af Austurlandi og leggja þannig grunninn að samhentu liði á ULM.

Á meðan krakkar á öllum aldri synda af kappi í lauginni mun Ólafur Baldursson sunddómari halda dómaranámskeið fyrir þá fullorðnu, sem ætla sér einnig að vera vel undirbúnir undir mót sumarsins. Um kvöldið verður brugðið á leik á kvöldvöku og boðið er uppá gistingu í Nesskóla. Á laugardagsmorgunn verður blásið til Vormóts UÍA í sundi en það er ætlað keppendum 17 ára og yngri. Vinir okkar og nágranar frá Sindra á Höfn munu mæta með myndarlegan hóp til leiks og ljóst að líf og fjör verður í lauginni þennan daginn. Að móti loknu verður pizzuveisla og verðlaunaafhending.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok