Páskaeggjakeppnistímabilið í fullum gangi

Páskaegg eru hið mesta hnossgæti og því til mikils að vinna þegar þau eru á boðstólnum. Hin ýmsu íþróttafélög hafa nýtt sér páskaeggin sem verðlaunagripi á mótum og viðburðum að undanförnu og segja má því að nú sé yfirstandandi Páskaeggjakeppnistímabilið mikla.

 

Þess er skemmst að minnast að UÍA verðlaunaði stigahæstu frjálsíþróttakappa sína með páskaeggjum á Stigamóti UÍA sem fram fór á Djúpavogi 27.  mars.

UMF Þristur hélt sitt árlega Páskaeggjaskákmót síðastliðinn þriðjudag en þar fliktust skákmenn og -konur af yngri kynslóðinni að taflborðunum og öttu kappi um páskaegg. Þátttaka var afar góð enda fengu allir lítið páskaegg að launum fyrir þátttökuna. Keppt var í flokkum 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur.

Myndir af mótinu má sjá hér

Sunddeild Hattar efndi til Páskaeggjasundmóts síðastliðinn miðvikudag, þar sem syntar voru lengri skriðsundsgreinar í flokkum 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri. Allir þátttakendur fengu lítið páskaegg í viðurkenningaskyni fyrir þátttökuna en þrír hlutskörpustu í hverjum flokki fengu stærri egg.

Freyfaxi efndi í gær til páskaeggjaratleiks á hestum og mátti sjá einbeitta knapa og vel hvatta klára þeysast um í nágreni Stekkhólma.

UÍA óskar Austfirðingum og öðrum landsmönnum gleðilegra páska.

Myndin hér til hliðar er af þátttakendum í Páskaeggjasundmóti Hattar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok