Allt að gerast í g?ímunni

Það er viðburðarrík helgi framundan hjá glímufólki landsins, en á laugardaginn 2. apríl fara fram Grunnskólamót Íslands i glímu og Sveitaglíma Íslands 16 ára og yngri í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og hefjast  kl 9.30.  Gaman verður að sjá grunnskólanemendur víðsvegar af landinu leiða saman hesta sína. Sjálf Íslandsglíman, þar sem keppt er um Grettisbeltið og Freyjumenið, fer einnig fram á laugardaginn í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og hefst kl 16.00.

 

Þar mun fremsta glímufólk landsins takast á og óhætt að lofa spennandi og skemmtilegri keppni. UÍA á níu af nítján keppendum á mótinu og hvetjum við Austfirðinga til að fjölmenna í áhorfendastúkuna, en aðgangur er ókeypis. Óskum við okkar fólki góðs gengis bæði í keppni á mótinu sem og við framkvæmd þess.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok