Fundargerð 20150331

Stjórnarfundur 31. mars 2015 haldinn á Hildebrand Norðfirði, kl 17:30.
Mætt: Hildur, Ásdís Helga, Gunnar Gunnarsson og Gunnlaugur Aðalbjarnarson. Gunna Solla og Sigrún Helga á Skype.

Síðasta fundargerð samþykkt.

Innsend erindi:
Kjörbréf á Íþróttaþing ÍSÍ 17.-18. apríl. Farið var yfir kjörbréf, þarf að fylla út og senda fyrir 3. apríl. GG ætlar að fara auk varamanns.

Umsókn Lilju Einarsdóttur blakkonu um styrk úr Afreks- og fræðslusjóði UÍA. Ákveðið var að styrkja hana um 50.000
Óskað er eftir heimild til að vinna að ungmennaskiptum frá Ungverjalandi í sept til des 2015. Þar er ungmennaráð sem leggur áherslu á íþróttir og langar að bjóða okkar fólki út. Stjórn samþykkir að vinna áfram að erindinu.
Skýrsla stýru:
Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum íþróttum á Norðfirði 22. mars, 24 þátttakendur, gekk vel að mestu en slys á starfsmanni skyggði nokkuð á gleðina.

Heimsókn SSÍ sem vera átti 14. mars var frestað vegna veðurs, ný dagsetning hefur ekki verið ákveðin.

Bólholtsbikar Úrslitahátíð fór fram 29. mars, Höttur vann æsispennandi úrslitaleik. Úrslitakeppnin heppnaðist vel og 3 stigakeppni milli leiki vakti lukku. Erfiðleikar með að fá dómara og gagnrýnisraddir á fyrirkomulag úrslitakeppninnar.

Lottó búið að greiða út. Vegna mistaka í útreikningi skrifstofu láðist að greiða út til eins félags sem uppfyllti öll skilyrðu. Það var tekið af úthlutun UÍA. Því fengu félögin ívið meira en áætlað var.

Sumarstarfsmaður: Gengið hefur verið frá ráðningu sumarstarfsmanns Vigdís Diljá Óskarsdóttir. Einróma ákvörðun, þrátt fyrir 5 mjög góðar umsóknir. Hún byrjar um miðjan maí.

Sprettur Sporlangi og kvikmyndateymið heimsóttu Seyðisfjörð þar sem farið var í ringó og hláturjóga með eldri borgurum og blak með krökkum í Huginn. Sprettur heimsótti einnig sundæfingu Neista á Djúpavogi.
Ráðgert að heimsækja Reyðarfjörð, Eskifjörð og Norðfjörð fljótlega eftir páska.

Fjármál
Farið var yfir ársreikning fyrir árið 2014 og hann samþykktur.

Fjárhagsáætlun var samþykkt á síðasta fundi.

Væntanlegt sambandsþing á Hallormsstað
Framkvæmdarstýra kallaði upp dagskránna og farið var yfir hana lið fyrir lið.
Önnur mál
SHS og GSS fóru á aðalfund Hestamannafélagsins Blæs, þær sögðu frá.
HB sagði frá Ákarlinum samstarf á Álversins og íþróttamótaviðburðanna Tour de Ormurinn, Barðsneshlaups og Urriðavatnssundið sem yrði þá töluvert erfið þríþraut.
Ákveðið var að sú stjórn sem nú situr reyni að borða saman að kvöldi þingdags, til að kveðja þá sem eru að fara úr stjórn.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok