Fundargerð 20150120

Stjórnarfundur UÍA 20. janúar 2015 kl 17:30
Mætt: Gunnar Gunnarsson (GG), Gunnlaugur Aðalbjarnarson (GA), Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir (SHS), Guðrún Sólveig Sigurðardóttir (GSS), Ásdís Helga Bjarnadóttir (ÁHBj), Jósef Auðunn Friðriksson (JAF) sem ritar fundargerð og Hildur Bergsdóttir (HB), framkvæmdastýra.

1. Síðasta fundargerð
Samþykkt

2. Innsend erindi
a) Beiðni Brettafélags Fjarðabyggðar um inngöngu í UÍA dagsett 5. janúar 2015.
Stjórn samþykkir beiðnina með fyrirvara um samþykki laganefndar ÍSÍ og UMFÍ á lögum félagsins.
b) Beiðni Skotmannafélags Djúpavogs um inngöngu í UÍA dagsett 18. janúar 2015.
Stjórn samþykkir beiðnina með fyrirvara um samþykki laganefndar ÍSÍ og UMFÍ á lögum félagsins.
c) Erindi frá vinnuhópi um framkvæmd landsmóta UMFÍ, óskað eftir umsögnum.
Lagt fram til kynningar. Framkvæmdastýru falið að senda erindið til aðildarfélaga og óska eftir athugasemdum frá þeim ef einhverjar eru.
d) Fundarboð á framkvæmdastjórafund UMFÍ 30. janúar 2015.
Framkvæmdastýra sækir fundinn.
e) Fyrra fundarboð á Íþróttaþing ÍSÍ 17.-18. apríl.
Lagt fram til kynningar. UÍA á rétt á tveimur fulltrúm á þingið.
f) Erindi frá UMFÍ um námsferð framkvæmdarstjóra/forystufólks sambandsaðila UMFÍ 7.-10 maí til Dannmerkur.
Lagt fram til kynningar.
g) Erindi frá Frjálsíþróttaráði dagsett 20. janúar.
Ráðið var skipað þann 15. janúar og hefur sett sér starfsreglur.
Frálsíþróttaráð skipa Erla Guðlaugsdóttir, Hetti (formaður), Elsa Guðný Björnsdóttir frá Ásnum (ritari), Pálína Margeirsdóttir frá Val/Leikni, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Þrótti og Svava Þórey Einarsdóttir frá Hetti. Stjórn ítrekar jafnréttisstefnu sambandsins.
Reynt var án árangurs að fá karla inn í ráðið.
Jafnframt óskar ráðið eftir föstu fjármagni til ráðsins í hverri fjárhagsáætlun UÍA.
Stjórn samþykkir starfsreglurnar en vísar óskum um meira fjármagn til fjárhagsáætlunargerðar.

3. Skýrsla framkvæmdastýru
Snæfell.
Vinnsla blaðsins gekk vel og auglýsingasöfnun sömuleiðis selt var fyrir 1.938.000 kr. (án vsk) Kostnaður við útgáfu blaðsins var hærri en reiknað var með í upphafi en ákveðið var að stækka blaðið uppí 44 síður og auka við upplagið um 100 blöð til að geta sent út til annarra héraðssambanda og aðila í hreyfingunni. Áætlaður hagnaður um 630.000 kr

Gleðigjafir
Gleðigjafir Landflutninga sem komu inn fyrir jólin 2013 höfðu ekki verið innheimtar en eru nú komnar í ferli og eru 330.737 kr. Verkefnið var einnig í gangi nú fyrir jólin. Framhald gleðigjafa almennt í skoðun hjá fyrirtækinu.

Ást gegn hatri.
Prufukeyrsla á Djúpavogi í byrjun desember. Skólastjórinn á Djúpavogi sagði erindin hafa verið áhrifamikil og gagnleg og fyrirlesarar skilað efninu vel. Fjarfundabúnaður UMFÍ var fenginn að láni, en nýttist ekki alveg sem skyldi vegna vanþekkingar á búnaðinum. Hermann annar fyrirlesaranna kom með þá hugmynd að gera þetta frekar í gegnum skype og vera þá ekki háð fjarfundarbúnaði. Hvert fyrirlestar sett (Selma talar við börnin, Hermann við foreldrana) kostar 35.000 kr. Framkvæmdastýru falið að leita styrkja til að hægt verði að ,,heimsækja“ alla skóla næsta vetur.

Frjálsíþróttaráð fundaði 15. janúar, miklar umræður um starf úrvalshóps, verið að skoða starfsreglur fyrir ráðið og sú vinna langt komin. Páskaeggjamót á Norðfirði 21. mars og verið að skoða Ávaxtamót á Fáskrúðsfirði 11. eða 18. apríl. Horft í æfingabúðir fyrir byrjendur í fyrrihluta mars og svo æfingabúðir fyrir lengra komna með Þráni Hafsteins og ÍR-ingum í lok maí.

Tour de Ormurinn höfum átt spjall og fundi með ýmsu hjólreiðafólki til að fá upplýsingar og ráðleggingar um fyrirkomulag keppninnar. Margt ganglegt komið þar fram. Verið að skoða að fá Maríu Ögn Guðmundsdóttur, hjólreiðakonu, til að koma austur í vor með hjólreiðanámskeið. Verið að leita styrktaraðila.
Keppnin í ár verður að öllum líkindum 15. ágúst, verið að vinna úr árekstrum við Skógarhlaup Íslandsbanka.

Komdu þínu á framfæri
Komdu þínu á framfæri á vegum Æskulýðsvettvangsins og kynning á Lýðháskólum og starfi UMFÍ 25. febrúar í Fjarðabyggð, haldið á Stöðvarfirði og 26. febrúar á Héraði.

Fundur með sveitarstjórnarfólki og forkólfum íþróttahreyfingarinnar í vor.
Jón Páll Hreinsson fyrrum formaður HSV er tilbúinn að koma austur og kynna íþróttaskóla HSV og samstarfssamninga sveitarfélaga og héraðssambands. Verið að skoða að fá UMSB og Djúpavogshrepp inn með erindi líka.

Sundmótaforrit er komið frá SSÍ, en hvorki kominn reikningur né námskeið með því.

4. Ferð á formannafund ÍSÍ
Fundurinn var í nóvember og sótti GG fundinn. Þar fjallaði hann um ferðakostnaðinn og dæmi um að félög neiti að koma austur til keppni vegna kostnaðar. Smáþjóðaleikarnir voru til umfjöllunar og verið er að safna sjálfboðaliðum til starfa á mótinu. HB fer sem sjálfboðaliði og GG stefnir á að fara líka.
Fundurinn var stórátakalaus og nokkuð góður að mati GG.

5. Starf ársins 2015, sumarstarfsmaður
Verkefni ársins sem formaður og framkvæmdastýra sjá fyrir sér. Þing verður haldið bæði hjá ÍSÍ í Reykjavík 17.-18. apríl og UMFÍ um miðjan október í Vík í Mýrdal. Ákveðið að halda sambandsþing UÍA laugardaginn 11. apríl. Auglýsa þarf eftir sumarstarfsmanni sem fyrst. Heiðdís Fjóla mun ekki sækjast eftir endurráðningu sem sumarstarfsmaður. Frjálsíþróttaskólinn er fyrirhugaður 22.-26. júní og farandþjálfun hæfist tveimur vikum fyrr. Sumarhátíðin verður 10.-12. júlí. Byrjað er að vinna í nýrri heimasíðu. Hún verður eitthvað dýrari en ráð var fyrir gert. Stefnt er að þjálfaranámskeiði í haust. Frjálsíþróttamótaröð HEF verður á sínum stað og Launaflsbikarinn í knattspyrnu. Reiknað er með að Bjartur verði haldinn, Tour de Ormurinn verður í ágúst svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að fara með fríðann flokk bæði á Landsmót 50+ á Blönduósi og á Unglingalandsmót á Akureyri.

6. Önnur mál
Undirbúningur fyrir sambandsþing.
Lottónefndin þarf að koma saman og sinna sínu verki sem er að yfirfara úthlutunarreglur lottótekna. GA mun boða til fundar í samvinnu við skrifstofu sem aflar gagna fyrir fyrsta fund.
Huga þarf að því í tíma hverjir gefa kost á sér til stjórnarsetu og hverjir sækjast eftir því að koma nýjir inn í stjórn.

Undirbúningsnefnd vegna Unglingalandsmóts 2017.
Stjórn samþykkir að tilnefna formann og framkvæmdastýru sem fulltrúa UÍA í nefndinni.

Fleira ekki gert – fundi slitið kl. 20:20

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok