Fundargerð 20150310

Fundur 10. mars 2015 haldinn kl 17:30 á skrifstofu UÍA.
Mætt: Hildur Bergsdóttir (HB), Gunnlaugur Aðalbjarnarson (GA), Gunnar Gunnarsson (GG), Guðrún Sólveig Sigurðardóttir (GSS) og Jósef Auðunn Friðriksson (JAF). Guðrún og Jósef tengjast fundinum í gegnum Skype.

Fundarefni:

1. Síðasta fundargerð
Samþykkt athugasemdalaust.

2. Innsend erindi:
a) Fréttabréf UMFÍ dagsett 24. feb. Samantekt af viðburðum félagsins 2014. Kynnt.
b) Erindi frá ÍSÍ dagsett 27. febrúar Laganefnd ÍSÍ um samþykkt á lögum Skotmannafélags Djúpavogs og Brettafélags Fjarðabyggðar.
c) Erindi frá UMFÍ dagsett 5. mars Fjölskyldan á fjallið, óskað eftir fjöllum í verkefnið. HB ætlar að vinna að málunu fram að þingi.
d) Erindi frá nefndarsviði alþingis dagsett 5. mars. Óskað eftir umsögnum um frumvarp til laga um virðisaukaskatt. Búið er að senda póstinn út til félaganna.

3. Skýrsla framkvæmdastýru:
Komdu þínu á framfæri ungmennaráðstefnur haldnar 25. (Stöðvarfirði) og 26. febrúar (Fljótsdalshéraði) tókust vel. Góð mæting á báða viðburðina um ríflega 30 manns mættu á Stöðvarfjörð og um 60 á Egilsstaði. Gagnlegar umræður sköpuðust.

Sprettur the movie komin í gang. Búinn að fara í taekwondo, fimleika og á skíði, heimsækir Seyðisfjörð í næstu viku.

Fjör og frjálsar sem vera átti 8. mars féll niður vegna ónægrar skráningar.

Páskaeggjamót 22. mars og Ávaxtaleikar 2. maí óvíst er með dagsentingu á Ávaxtaleikunum þar sem Öldungur er á sama tíma

Heimsókn SSÍ gengur illa að fá skráningar frá félögunum, en stefnir í flotta helgi, dómaranámskeið, leiðbeiningar um SPLASH, æfingar með landsliðþjálfara, fyrirlestar fyrir foreldrar og fleira áhugavert 14. mars.

Sundþing haldið um síðustu helgi, fulltrúi sem ætlaði að fara á okkar vegum dróg sig til baka þar sem ekki er allt uppihald og gisting greitt.

Lottó: 21 félag uppfyllir skilyrði um lottógreiðslur. Verður greitt út á næstu dögum.

Gistitilboð fyrir íþróttahópa upplýsingar frá ÍSÍ og UMFÍ
Hótel Cabin 511 6030 þeir eru með sértilboð fyrir íþróttafélög. Einnig Arctic Comfort hótel 588 5588. Einnig er bent á Stein hjá ÍBR sem hefur yfirsýn yfir gistimöguleika fyrir íþróttahópa. GG leggur til að þessi liður verði tekinn saman í betri texta og sendur á félögin

4. Uppgjör og fjárhagsáætlun
Farið var yfir drög að ársreikningi. Ljóst er að afkoma sambandsins er nokkuð betri en áætlun gerði ráð fyrir. Eftir á að gera nokkrar lagfæringar á reikningnum áður en hann telst hæfur til samþykktar af hálfu stjórnar.
Stjórn fór yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 sem lögð verður fram á Sambandsþingi UÍA. Áætlunin er í takt við áætlanir fyrri ára.

5. Sumarstarfsmaður
Fimm umsóknir bárust um sumarstarf hjá UÍA – allar hæfar. Stjórn ásátt um að GG og HB ræði við alla umsækjendur og taki sameiginlega ákvörðun um hverjum verði boðið starfið.

6. Sambandsþing UÍA
Þingið verður haldið að Hallormsstað laugardaginn 11. april kl 11:00.
Helsta mál fundarins gæti orðið umræða um endurskoðun á úthlutun Lottótekna. Vinnuhópur hefur hist til að ræða hvort rétt sé að breyta reglunum og sett fram helstu kosti og galla núgildandi reglna. Stjórn UÍA mun leggja fram tillögur til þings byggða á hugmyndum vinnuhópsins.
Eftirtaldir eru tilnefndir til íþróttamanns UÍA: Stefán Þór Eysteinsson, Þrótti, Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Þrótti, Þorvaldur Marteinn Jónsson, Þrótti og Heiðdís Sigurjónsdóttir, Hetti.
Stjórn tilnefndir að auki Evu Dögg Jóhannsdóttur, Val, Kristófer Pál Viðarsson, Leikni og Ólaf Braga Jónsson, START.
Stjórn valdi einn af þessum sjö glæsilegu íþróttamönnum í leynilegri kosningu og verður hann kynntur á þinginu.
Fleiri mál varðandi undirbúning á þinginu rædd.

7. Íþróttaþing
Íþróttaþing verður haldið helgina 17. og 18 apríl í Reykjavík. GG mun sækja þingið við annan mann sem enn hefur ekki verið ákveðinn.

8. Önnur mál
GA tjáði stjórn að líklega yrði þetta síðasti sjtórnarfundur hans og þakkaði fyrir samstarfið. GG þakkaði GA fyrir störf hans í þágu UÍA.

Ákveðið að halda síðasta fund fyrir sambandsþing 31. mars á Neskaupstað.

Fleira ekki gert – fundi slitið kl 21:35

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok