Orkuboltinn 2006

Við leitum að orkuboltanum á Sumarhátið UÍA

 

Orkuboltinn er þríþrautarkeppni. Greinarnar eru sund, hlaup og boltakast. Keppt er í bæði liða og einstaklingskeppni. Í liðakeppninn eru þrír í liði og tekur hver eina grein. Það mega allir taka þátt, ungir sem aldnir. Þátttökugjald er 500 krónur á hvern keppanda í einstaklingskeppni en 1000 krónur á lið (fyrir þrjá).

Skráning á uia@uia.is

Keppnin fer þannig fram:

Fyrsta grein er sundkeppnin. Synt í 25m laug á Egilsstöðum. Synt er í 5mínútur og lagt saman ferðarnar og reiknað út hvað viðkomandi kemst langt á þeim tíma. Keppandi fær 25metra metna sé hann búinn að spyrna sér frá bakka áður en tími rennur út.

 

 

 

 

 

 

Önnur grein er hlaupagrein. Hlaupið er á Vilhjálmsvelli. Hlaupið er í 5 mínútur og hringir taldir og reiknað út hvað viðkomandi hleypur langt í metrum. Keppandi fær 100metra metna sé hann kominn yfir þar til gerða viðmiðunalínu.

Lokagrein er boltakast. Fer fram á Vilhjálmsvelli, kastað er af spjótkast braut. Aðferð við kastið er frjáls. Bannað er að nota fætur. Tekin eru þrjú köst með þremur mismunandi boltum.

Það er reiknaður samanlagður árangur úr öllum greinum samkvæmt stigakerfi sem sérstaklega hefur verið hannað fyrir keppnina og ORKUBOLTINN og ORKUBOLTARNIR verða krýndir.

Lokað verður fyrir félagaskipti !

<font size="2"><p>Lokað verður fyrir félagaskipti í Malarvinnslubikarnum á miðnætti 31. júlí.</p></font>

Þetta er gert svo lið geti ekki sankað að sér stjörnum úr öðrum liðum sem ekki komast í úrslitakeppnina.

Skráningar á Sumarhátíð

Skráningar keppenda á Sumarhátið UÍA eru hafnar.

 

Það verður keppt í eftirfarandi greinum:

Frjálsum íþróttum, skráning fer fram á mótaforriti FRÍ á fri.is

http://157.157.136.9/cgi-bin/Decathlon.exe?-BMainAdmin%20-N523%20-u1005%20-L2%20-P6

Sundi, fyrirkomulag á skráningum liggur ekki fyrir.

Knattspyrnumót, 6.flokkur drengja og stúlkna, skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Golfmót á Ekkjufelsvelli með og án forgjafar fyrir 9-16 ára, skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Einnig verður keppt í Bandý, götukörfubolta, fjölskylduskokki ofl

meira síðar...

 

Undirbúningur fyrir Sumarhátíð

Undirbúningur fyrir sumarhátíðina er í fullum gangi bæði hjá skipuleggjendum og þátttakendum.

Á Vopnafirði hafa verið æfingar að undanförnu og voru hvorki fleiri né færri en 30 krakkar á æfingu í dag. Mikill áhugi er á Vopnafirði fyrir Sumarhátíðinni og stefnir í að margir verði þaðan að keppa í ár, en það hafa verið fáir frá Vopnafirði síðustu ár. Á Brúarási voru 10 krakkar á æfingu í dag og verður myndarlegur hópur þaðan að vanda. Frjálsíþróttaátak UÍA og Orkunnar fer um víðan völl og óhætt að segja að vel gangi. Átakið heldur áfram og eru æfingar á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík á morgun og Fáskrúðsfirði á miðvikudag.

Malarvinnslubikarinn

<font size="2"><p>Línur eru farnar að skýrast í keppninni og báðir riðlar galopnir.</p><p /></font>

<p>Borgfirðingar hafa forystu í a-riðli þegar mótið er hálfnað, einu stigi meira en Höttur.  UÍB fylgir svo fast á hæla þeirra en Þristarmenn hafa ekki náð sér á flug þetta sumarið.</p><p>Í b-riðli virðast verktakarnir í HRV vera með verktak :) á hinum liðunum því þeir hafa sigrað fjóra leiki í röð og hafa eins stigs forystu á BN´96 þegar mótið er hálfnað. En það má geta þess að HRV á leik inni á hin liðin á móti Dýnamó sem einnig á leik inni.  Stórveldið KE virðast vera að missa flugið eftir góða byrjun en allt getur gerst ennþá því mótið bara rétt rúmlega hálfnað og verða lokaumferðirnar spenandi.</p><p>Stöðuna í deildinni má finna hér á vefnum til hliðar.</p>

Einherji segir sig úr Malarvinnslubikarnum

Einherji frá Vopnarfirði hefur sagt sig úr Malarvinnslubikarnum af óviðráðanlegum orsökum. Það er því ljóst að breyta þarf uppröðun leikja en það hefur nú þegar verið gert bæði á mótavefnum okkar og hér á vefnum.

Orkuboltinn 2006

Smávæglegar breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi þríþrautarkeppninar.

 

Ákveðið hefur verið að setja upp stigakerfi í keppninni líkt og er í sjöþraut og tugþraut. UÍA hefur formað eigið stigakerfi sem sjá má hér fyrir neðan.

Sund 
MetrarStig
25m1
50m2
75m4
100m6
125m8
150m10
175m12
200m14
225m20
250m25
275m30
300m35
325m50
350m65
375m80
400m100

Hlaup 
MetrarStig
100m1
200m2
300m4
400m6
500m8
600m10
700m12
800m14
900m20
1000m25
1100m30
1200m35
1300m50
1400m65
1500m80
1600m100

Boltakast 
MetrarStig
25m1
30m2
35m4
40m6
45m8
50m10
55m12
60m14
65m20
70m25
75m30
80m35
85m50
90m65
95m80
100m100

 

 

Malarvinnslubikarinn hálfnaður

Um síðustu helgi og nú í vikunni klárast fyrri umferð Malarvinnslubikarsins.

Í B-riðli er búið að spila 5 leiki og allt í járnum og virðist vera sem svo að allir geti unnið alla.  HRV-FC eru þó á toppi riðilsins með níu stig og eiga leik til góða.  Í A-riðli er keppni að fara af stað aftur í kvöld eftir að sá riðill fór í uppnám eftir úrsögn Einherja úr keppninni, en leikur Hattar og UMFB verður spilaður á Eiðum í kvöld.  Með sigri Hattarmanna í kvöld koma þeir sér í vænlega stöðu á toppnum, en þeir tróna þar nú með 6 stig, en sigri UMFB taka þeir toppsætið af Hattarmönnum.  Það er ljóst að framundan er mikil spenna í báðum riðlum og allt lagt í sölurnar til að komast í úrslitakeppni Malarvinnslubikarsins.  Stöðuna í riðlunum má finna hér á síðunni. 

Landsliðsæfing í blaki á Neskaupsstað

Fyrir stuttu síðan var valið í Landsliðsúrtak í blaki yngri landslið karla og kvenna.

Það var Landsliðsæfing í Neskaupsstað fyrir 17 ára landslið kvenna síðastliðna helgi og eru hvorki fleiri nér færri en 10 stúlkur frá Þróttir í 17 ára landsliði kvenna, en hópin skipa 21 stúlka. Það segir meira en mörg orð um hversu framarlaga Þróttur er í blaki. Í 18 ára landsliði karla er einn úr Þrótti, Jóhann Óli Ólasson, og sótti hann landsliðsæfingar suður síðasliðna helgi.

Stúlkurnar frá Þrótti eru:

Erla Guðbjörg Leifsdóttir
Erla Rán Eiríksdóttir
Freydís Ósk Hjörvarsdóttir
Helena Kristín Gunnarsdóttir
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir
Kristína Salín Þórhallsdóttir
Sólveig Kristín Björgólfsdóttir
Steinunn Helga Björgólfsdóttir
Sæunn Skúladóttir
Una Gunnarsdóttir

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok