MÍ 15-22 ára innanhúss

Við austfirðingar áttum tvo keppendur á MÍ sem fram fór í Laugardalshöll 4-5 febrúar síðasliðin. Það voru Þeir Ingólfur Daníel Sigurðsson og Þorgeir Óli Þorsteinsson. Þeir stóðu sig með ágætum og voru UÍA til sóma likt og endranær. Ingólfur náði góðum árangri í langstökki án atrennu en hann stökk 2,58m og varð í 7 sæti. Einnig keppti hann í langstökki og hástökki. Þorgeir Óli stóð sig einnig mjög vel og varð í 4 sæti í 800m hlaupi aðeins örfáum sekúndubrotum frá verðlaunasæti. Frekari úrslit er að finna á vef fri.is (mótaforriti)

http://157.157.136.9/cgi-bin/ibmot/timesedillib443.htm

SS-Bikarinn í handbolta

Höttur keppti í SS-bikarnum í handbolta síðastliðin þriðjudag, fjórða október, á móti Þór frá Akureyri. Lið Hattar átti mjög góða spretti en átti engu að síður við ofurefli að etja og töpuðu þeir leiknum með 12 marka mun, 20-32. En Hattarmenn geta borið höfuðið hátt því lið þeirra er ungt og óreint og eiga þeir framtíðina tvímannalaust fyrir sér.

UMFB dregur sig úr keppni

UMFB hefur tekið þá ákvörðun að draga lið sitt úr keppni í Malarvinnslubikarnum. Eins og fram kemur í tilkynningu frá félaginu sér liðið sér ekki fært að halda úti liði sem þurfi að ferðast út fyrir starfsvæði UÍA í tvígang. Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér:

"Yfirlýsing frá UMFB

Hér með tilkynnist það að UMFB dregur lið sitt úr keppni í Malarvinnslubikarnum. Við sjáum einfaldlega ekki fram á að geta spilað níu leiki á um sex vikum og þar af fimm útileiki þar sem við þurfum meðal annars að fara bæði til Þórshafnar og Hornafjarðar. Því miður eru fáir hér heima sem æfa og spila fótbolta og enn færri sem gefa kost á sér í keppni svo langt að heiman. Við þyrftum mjög mikið að treysta á aðfengna leikmenn og það kostar mikla vinnu, tíma og peninga að halda úti svoleiðis liði. Ég vona að þessi ákvörðun okkar mæti skilningi. Við höfum frá upphafi reynt að halda úti liði í þessari keppni en nú einfaldlega átum við okkur sigraða og verðum að gera það skynsamlegasta í stöðunni og leggja árar í bát. Ég vænti þess að við verðum ekki látnir greiða keppnisgjöld því við höfðum ekki vænst þess að þurfa að ferðast í tvígang útfyrir starfsvæði UÍA í keppnisferðalög.

Virðingarfyllst
Ásgrímur Ingi Arngrímsson formaður UMFB"

 

Meistaramót UÍA á Fáskrúðsfirði

Meistaramót UÍA verður haldið á laugardaginn 18.02.06. á Fáskrúðsfirði. Mótið hefst klukkan 12:00. Skráningargjald er 500kr. á grein nema hjá 10 ára og yngri, þau greiða 500kr fyrir báðar greinar. Skráning fer fram á vef frjálsíþróttasambands Íslands fri.is í mótaforriti þeirra. Tímaseðil má einning sjá á síðunni.

http://157.157.136.9/cgi-bin/ibmot/timesedillib446.htm

Frekari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu UÍA í síma 471-1353

Haustmót Vals og Austra í sundi

Mótið fer fram laugardaginn 24. september í sundlauginni á Reyðarfirði. Mótið hefst klukkan 13:00. Þeir sem áhuga hafa á að koma og keppa setja sig í samband við sitt félag. Við hvetjum alla til að koma og horfa á unga fólkið spreyta sig í sundkeppni. Sjá nánar hvaða greinum verður keppt í..........

 

Haustmót Vals og Austra:

Mótið fer fram Laugardaginn 24. september 2005.

Greinar:

Aldur: Vegalengd: Grein:

15-17 ára

6 Ferðir

Bringu- og skriðsund

13-14 ára

6 Ferðir

Bringu- og skriðsund

11-12 ára

3 Ferðir

Bringu- og skriðsund

9-10 ára

2 Ferðir

Bringu- og skriðsund

8 ára og yngri

1 Ferð

Bringu- og skriðsund

Aldur: Vegalengd: Grein:

12 ára og yngri

Boðsund/Skriðsund

13 ára og eldri

Boðsund/Skriðsund

Aldur: Vegalengd: Grein:

12 ára og yngri

Fjórsund

13 ára og eldri

Fjórsund

  • Keppt verður á 4 brautum.
  • Hvert félag þarf að útvega 2-4 tímaverði.
  • Skráning fer fram innann félaganna. Skrá fyrir fimmtudagskvöld.
  • Þáttökugjald 1000.kr
  • Pizzahlaðborð eftir mót ca kl. 16:00
  • ATH ! Mótið hefst klukkan 13:00
  • Upphitun hefst 12:30

 

Malarvinnslubikar að hefjast

Uppröðun leikja er komin inn á vefinn. Veljið Íþróttamót > Malarvinnslubikarinn til að sjá hana. Fyrsti leikur er 12. júní og síðasti leikur er 24. júlí. Leikið er á sunnudögum en tvisvar sinnum er leikið á fimmtudögum. Þetta var gert til að klára mótið fyrir Verslunarmannahelgina eins og vani er á. UÍA ítrekar af gefnu tilefni að meðferð áfengis og annarra vímuefna er óæskileg á keppnisstað. Kjósi menn að hundsa það er það á þeirra eigin ábyrgð. Það er von okkar að mótið verði sem skemmtilegast þar sem það hafa ekki verið fleiri lið í nokkur ár og menn virðast ákveðnir í að leggja metnað sinn í að gera þetta sem glæsilegast. Að lokum minnum við liðin á að kynna sér reglurnar sem þau fengu send við skráningu og fara eftir þeim.

Úrvalsdeildin í körfubolta hefst á fimmtudag

Næstkomandi fimmtudag hefst Úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Eins og flestir austfirðingar vita eru fulltrúar okkar að austan Höttur þar á meðal liða. Hattarmenn fá þá Þór frá Akureyri í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 19:15.

Körfuknattleiksdeild Hattar réð til starfa Bandarískan þjálfara sem hefur verið að móta liðið og koma þeim í form á undanförnum vikum. Mikill spenningur ríkir hér fyrir austan á þessu ævintýri þeirra Hattara og má klárlega búast við að fjölmennt verði á heimaleikjum Hattar í vetur. Einnig má búast við fjölmenni á útileiki því brottfluttir austfirðingar hafa stofnað stuðningsmannafélag fyrir sunnan og komið þar upp síðu því til kynningar, http://www.hattarar.blogspot.com/.

Lokastaðan í Malarvinnslubikarnum

Þá er Malarvinnslubikarnum lokið og voru það reynsluboltarnir í C liði Hattar sem fóru með sigur. Þeir fóru taplausir í gegnum annars jafnt mót. Við hjá ÚÍA óskum þeim til hamingju með sigurinn.

Lokastaðan:

 FélagLMarkatalaStig
1Höttur C731 1819
2Einherji728 2213
3Höttur B728 19 12
4UMFL725 25 10
5KE730 2610
6BN´96718 2110
7Þristur718 245
8Dýnamó Höfn 710 281

 

Dregið í Visa bikar karla

Dregið var í 32ja liða úrslitum Visa bikars karla nú í hádeginu. Fjarðabyggð og Huginn voru í pottinum eftir sigra á liðunum hér fyrir austan. Fjarðabyggð sigraði Neista og Huginn vann Hött.

Fjarðabyggð fær efstu deildar lið Fram í heimsókn og Huginn leikur við 1. deildar lið KA á Seyðisfirði. Það er alveg ljóst að hér eru á ferðinni tvö mjög spennandi verkefni fyrir austan liðin tvö og stefnan hlýtur að vera sett á að stríða þessum stærri liðum. Það er mikilvægt að fólk fjölmenni á vellina sem aldrei fyrr þegar leikirnir fara fram 19. - 20. júní.
Hér fyrir neðan má sjá fulltrúa liðanna draga nöfn mótherjanna úr pottinum. Mikael Nikulásson leikamaður Hugins dró fyrir þá en Birkir Sveinsson dró fyrir Fjarðabyggð.

 

 

 

Myndir: Hafliði Breiðfjörð - www.fotbolti.net

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok