Fyrsta umferð Malarvinnslubikarsins

Þrír leikir voru spilaðir í fyrstu umferð Malarvinnslubikarsins í gær.

Á Norðfirði tóku heimamenn í liði BN á móti liði Þristar og sigruðu nokkuð örugglega með 3 mörkum geng engu.  Dýnamó gjörsigraði ungt lið Vetrarbruna með 12 mörkum gegn 2 og það voru svo Hattarmenn sem unnu KR/Leikni B 5-2.  Í kvöld eigast við 06.apríl og UMFB í lokaleik fyrstu umferðar.

Malarvinnslubikarinn 2007

<p>UÍA og Malrvinnslan hafa undirritað samning sín á milli um að Malarvinnslan styrki bikarkeppni UÍA í knattspyrnu eins og undarfarin sumur og ber keppnin því heitið Malarvinnslubikarinn 2007. Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 22. júní og fyrsta umferð verður leikin mánudaginn 25. júní.</p><p><br /></p>

<img src="/images/stories/uiamalarvinnslan3.jpg" /><br />Frá undirritun samninga: Einar Hróbjartur Jónsson og Ragnheiður Kristiansen.<br />

Fundargerð sambandsþings

Tæplega þrjátíu fulltrúar frá tíu sambandsfélögum sátu sambandsþing UÍA sem haldið var á Fáskrúðsfirði seinasta miðvikudag.

 

59. sambandsþing UÍA,haldið á Hótel Bjargi, Fáskrúðsfirði 23. maí 2007

1. Setning

Jóhann setti þing og bauð þingfulltrúa velkomna. Hann stakk upp á Steinþóri Péturssyni sem þingforseta og Gunnari Gunnarssyni og Gísla Sigurðarsyni sem riturum. Kjörbréfi var ekki dreift en ákveðið að þingfulltrúar skrifuðu sig á blað sem gilti sem kjörbréf.

2. Skýrsla stjórnar

Steinþór tók við þingstjórn og gaf Jóhanni orðið til að kynna skýrslu stjórnar.

3. Ársreikningar

Arngrímur Viðar kynnti ársreikninga UÍA. Hann tók fram á milli ára hefði verið skipt um bókhaldsforrit.
2006 2005
Tap 309.518 1.560.998
Rekstrartekjur 5.620.534 6.217.897
Rekstrargjöld 5.852.772 7.664.089
Eignir 4.217.898 4.943.267
Skuldir 1.126.327 1.560.767

icon arsreikningar0506.pdf

4. Kjörbréfanefnd

Tillaga um kjörbréfanefnd, samþykkt samhljóða: Steinn Jónasson, Gísli Sigurðarson, Bjarney Jónsdóttir.

5. Ávörp gesta

Ólafur Rafnsson, formaður ÍSÍ
Ólafur sagði stærð UÍA gera sambandið að ákveðnum kyndilbera fyrri önnur héraðssambönd. Hann hvatti til aukinnar samvinnu við ýmsa aðila, jafnt sveitarfélög sem grasrótina sem sérsambönd, sem í vaxandi mæli hafa tekið að sér mótahald. Ólafur sagði tvö mikilvæg hagsmunamál íþróttahreyfingarinnar hafa náðst í gegn, ríkisstyrki til sérsambanda og ferðasjóð íþróttahreyfingarinnar. Næst sagðist hann vilja beita sér fyrir eflingu héraðssambandanna.

Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ
Björn stiklaði á stóru í starfi UMFÍ, sem verður 100 ára í ár og heldur Landsmót í Kópavogi. Sambandið er að reisa nýjarhöfuðsvöðvar. Björn minntist einnig á möguleika á styrkjum frá ESB, verkefnið Flott án fíknar, íþrótta- og tómstundabúðir á Vesturlandi. Hann bætti jafnframt við að sambúð UMFÍ og ÍSÍ hefði batnað.

6. Kjörbréfanefnd skilaði niðurstöðum.

Á þingið mættu 26 fulltrúar með atkvæðisrétt frá 10 félögum.
UMF Leiknir: Steinn Jónasson, Bjarnheiður Pálsdóttir, Oddrún Pálsdóttir, Pálína Margeirsdóttir, Jónína Hemisdóttir, Elsa Elísdóttir, Magnús Ásgrímsson, Kjartan Reynisson, Hildur Einarsdóttir og Steinþór Pétursson.
Neisti D.: Hlíf Herbjörnsdóttir
UMF Einherji: Einar B. Kristbergsson, Bjarney G. Jónsdóttir.
Höttur: Hulda Eðvaldsdóttir, Helgi Sigurðsson.
Austri: Benedikt Jóhannsson
Hestamannafélagið Blær: Vilberg Einarsson, Þórður Júlíusson, Theodór Haraldsson.
UMF Valur: Dísa Mjöll Ásgeirsdóttir, Sigurbjörg Hjaltadóttir.
UMF Borgfirðinga: Arngrímur Viðar Ásgeirsson
UMF Þristur: Gunnar Gunnarsson, Hafþór Þórarinsson.
UMF Súlan: Jóna Petra Magnúsdóttir
Þróttur N.: Jóhann Tryggvason

7. Árgjald og fjárhagsáætlun

Tillaga um óbreytt árgjld, 250 krónur á félagsmann. Arngrímur Viðar kynnti fjárhagsáætlun.

8. Umræður
Jóhann bætti við skýursluna. Samningur var gerður árið 2005 við KHB um búningamál, sem gekk ekki eftir, en hann sagðist reikna með að fleiri slíkir samningar yrðu gerðir í framtíðinni. Fjögur ný félög hafa sótt um aðild að UÍA.
Dóra frá FRÍ spurði hvort ekki væri gert ráð fyrir fé í landsmót og hví UÍA hefði ekki sótt um að halda FRÍ mót í sumar.
Jóhann sagði landsmótin vera sérverkefni utan áætlunar. Lægð sé í frjálsum íþróttum, eftir landsmótið 2001 hefðu lykileinstaklingar verið úrvinda auk þess sem stefnubreyting hefði orðið með nýrri stjórn um að jafna mun greina. Eins skorti virkara frjálsíþróttaráð.
Helgi lýsti áhyggjum íþróttafélaga á landsbyggðinni vegna væntanlegrar grimmrar ásóknar félaga af höfuðborgarsvæðinu í ferðasjóð íþróttafélaga. Hann sagði takmarkaðan áhuga hafa verið á búningasamningum við KHB. Hann sagði verkefni frjálsíþróttadeildar Hattar, sem er fyrirmyndarfélag, hafa gengið vel. Í verkefnið vanti þó fjárhagslega gulrót.
Arngrímur Viðar sagði uppsögn Viðars hjá ÍSÍ fyrir nkkurm árum hafa skaðað vinnu við fyrirmyndarfélög innan UÍA. Hann sagði skorta tengingu milli ÍSÍ og UMFÍ við UÍA með starfsmanni eystra, þrátt fyrir fögur fyrirheit.
Ólafur sagðist gera ráð fyrri að félögin úr Reykjavík ættu eftir að sækja grimmt í ferðasjóðinn. Hann sagði æ fleiri verkefni hlaðast á fáa innan íþróttahreyfingarinnar. Hann benti á heimasíður sem tæki til miðlunar upplýsinga.

9. Afgreiðslur

Ársreikningar, árgjöld, fjárhagsáætlun og innganga fjögurra nýrra félaga var samþykkt samhljóða. Félögin eru: Kajakklubburinn Kaj, Hestamannafélagið Glófaxi, Vélíþróttaklúbburinn Start og Vélíþróttaklúbbur Fjarðabyggðar.

10. Ávörp gesta í matarhléi.
Helga Steinunn frá ÍSÍ ræddi um ferðasjóð og fyrirmyndarfélög. Fulltrúar frá ÚSÚ kynntu unglingalandsmótið á Höfn.

11. Kosningar
Engin framboð höfðu borist til að fylla þau skörð sem munu myndast í stjórn. Tillaga lögð fram um að fresta fundi að lokinni dagskrá og kjósa á framhaldsaðalfundi í haust. Kjörbréf gilda þá. Félögum verður þó heimilt að fylla þá upp í fulltrúakvóta sinn.

12. Önnur mal
Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ, áminnti menn umað skila starfsskýrslum. Hann vitnaði í nýlega skýrslu Þórdísar Gísladótur þar sem meðal annars kemur fram að styrkir til íþróttahreyfingarinnar skila sér aftur til samfélagsins.
Arngrímur Viðar lagði til að sumarhátíð UÍA yrði framvegis haldin seinni part ágúst og yrði þá uppskeruhátíð sumarsins. Ástæðan er mikið mótahald í júlí.
Helgi hvatti menn til að halda mótið við bestu aðstæður á Vilhjálmsvelli.
Tillaga um að stjórn skipuleggi sumarhátíð í lok ágúst var samþykkt samhljóða.
Tillaga um að stjórn sitji til hausts og boði til framhaldsþings samþykkt samhljóða.

Þingi frestað.

Ólafi Rafnssyni og Birni B. Jónssyni varð tíðrætt um hina austfirsku fegurð. Ólafur sagði meðal annars að hann hefði sjaldan séð álíka fegurð úr ræðustól og úr salnum á Hótel Bjargi. Þetta varð Þórði Júlíussyni að yrkisefni.
Fegurðin af fjöllum skín
fannir klæða tinda.
Fránar sjónir fagra sýn
fjötrar hugann binda.

Í ræðu sinni hrósaði Ólafur einnig Jóhanni Tryggasyni, formanni UÍA, fyrir skemmtiatriði á formannafundum ÍSÍ í formi þar sem hann tæki fundina ævinlega saman í vísuformi. Jóhann sagði þó að hann vildi heldur að sín yrði minnst fyrir neikvæðni og gagnrýni. Þá orti Viðar Sigurjónsson.
Má hann aldrei missa sig
mætur karl á þingum,
glettnar vísur gleðja mig
frá góðum hagyrðingum.

 

Eyðublöð vegna Malarvinnslubikarsins

Hér má nálgast tengilliðalista, leikskýrslu-, félagaskipta- og kærueyðublað fyrir Malarvinnslubikarinn.

<a href="/images/stories/Malarvinnslubikarinn%202006_felagaskiptaeydublad.pdf"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/pdf_small.gif" align="bottom" border="0" /> Malarvinnslubikarinn 2006_felagaskiptaeydublad.pdf (<span style="FONT-SIZE: 80%">38.10 KB</span>) </a><br /><a href="/images/stories/Malarvinnslubikarinn%202006_kearueydublad.doc"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/doc_small.gif" align="bottom" border="0" /> Malarvinnslubikarinn 2006_kearueydublad.doc (<span style="FONT-SIZE: 80%">39.00 KB</span>) </a><br /><a href="/images/stories/Malarvinnslubikarinn%202006_kearueydublad.pdf"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/pdf_small.gif" align="bottom" border="0" /> Malarvinnslubikarinn 2006_kearueydublad.pdf (<span style="FONT-SIZE: 80%">38.07 KB</span>) </a><br /><a href="/images/stories/leikskyrsla.xls"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/xls_small.gif" align="bottom" border="0" /> leikskyrsla.xls (<span style="FONT-SIZE: 80%">38.50 KB</span>) </a><br /><a href="/images/stories/tengiliðir-malarvb2007.xls"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/xls_small.gif" align="bottom" border="0" /> tengiliðir-malarvb2007.xls (<span style="FONT-SIZE: 80%">20.00 KB</span>) </a><br />

UMFÍ heimsækir UÍA

Fulltrúar UMFÍ verða á Austurlandi á fimmtudag og föstudag til að ræða við forráðamenn ungmennafélaganna. Ætlunin er að kynna landsmót og unglingalandsmót ásamt því að ræða um nýtt verkefni sem nefnist Evrópa unga fólksins. Þarna er kjörið tækifæri til að kynna sér starf UMFÍ og kynna UMFÍ fyrir austfirsku íþróttalífi.

Dagskráin er sem hér segir:

Fimmtudagur 14.06.

 

kl. 13:00 Egilsstaðir – Fundur með Huginn og Hetti

 

kl. 15:00 Egilsstaðir – fundur með öðrum félögum (Einherji, Ásinn, UMFB, Þristur, S.E. og fleiri)

 

kl. 17:00 Egilsstaðir – fundur með stjórn ÚÍA

Allir fundir fara fram í húsnæði Fræðlunets Austurlands við Vonarland

Föstudagur 15.06.

 

kl. 13:00 Fáskrúðsfjörður – fundur með félögunum frá Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði auk skólastjórnenda og fl. frá grunnskólanum Fáskr.f. þar sem þremur nemendum verða veitt verðlaun fyrir þriðja sæti í samkeppni um bestu Flott án fíknar auglýsinguna.

 

kl. 15:30 Reyðarfjörður – fundur með félögunum frá Eskifirði, Reyðarfirði og Norðfirði.

 

Búið að úthluta úr Spretti

Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað úr styrktarsjóði Spretts að þessu sinni:

 

1.

Unnur Arna Borgþórsdóttir14000Vegna keppnisferðar á skíðum
Erla Rán Eiríksdóttir14000Vegna æfingarferða á landsliðsæfingar í blaki
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir14000Vegna æfingarferða á landsliðsæfingar í blaki
Kristín Þórhallsdóttir14000Vegna æfingarferða á landsliðsæfingar í blaki
Þorbjörg Jónsdóttir14000Vegna æfingarferða á landsliðsæfingar í blaki
Knattspyrnud. Hattar 5fl kvk14000Vegna keppnisferðar á úrslitamót í Íslandsmóti innanhús
Skíðadeild Hattar Vegna keppnisferða á Íslandsmót
Skíðafélag Fjarðarbyggðar Vegna keppnisferða á Íslandsmót
   
Blakdeild Þróttar yngri flokkar28000Vegna keppnisferðar á Snæfellsnes
Handknattleiksdeild Hattar 4.flokkur30000Vegna keppnisferða á Íslandsmót
Handknattleiksdeild Hattar mfl. kk60000Vegna keppnisferða á Íslandsmót
Körfuknattleiksdeild Hattar 9.flokkur30000Vegna keppnisferða á Íslandsmót
Körfuknattleiksdeild Hattar 7.flokkur30000Vegna keppnisferða á Íslandsmót
Körfuknattleiksdeild Hattar MB11 ára30000Vegna keppnisferða á Íslandsmót
Körfuknattleiksdeild Hattar Unglingafl.40000Vegna keppnisferða á Íslandsmót
Körfuknattleiksdeild Hattar mfl.kk60000Vegna keppnisferða á Íslandsmót
Sigursteinssynir40000Vegna keppnisferða þeirra á Íslandsmót
Valdís Lilja Andrésdóttir15000Vegna námsferðar hennar til Danmerkur
Skáks. Austurlands14000Vegna keppnisferða á Íslandsmót
Fimleikadeild Hattar14000Vegna keppnisferða á Íslandsmót
Frjálsíþróttadeild Hattar Vegna keppnisferða á Íslandsmót

2.

Handknattleiksdeild Hattar62500Vegna fyrirhugaðs Austurlandsmóts í handknattleik
Körfuknattleiksdeild Hattar62500Vegna fyrirhugaðs Austurlandsmóts í körfuknattleik
Hestamf. Blær62500Vegna hestamannamóts á Norðfirði
Fimleikadeild Hattar Landsb.mót62500Vegna fimleikamóts

3.

Blakdeild Leiknis20000Vegna kynningar á krakkablaki
Bergvin Andrésson14000Vegna þjálfaranámskeiðs í knattspyrnu
Blakdeild Hattar20000Vegna kynningar á krakkablaki
Fimleikadeild Hattar20000Vegna vinabúða
Hestamannaf. Blær-Fyrirl14000Vegna fyrirlesturs um reiðmensku
Hestamannaf. Blær-Reiðnámsk20000Vegna reiðnámskeiðs
Körfuknattleiksd.Hattar Þjálfarar14000Vegna þjálfaranámskeiðs í körfuknattleik
Körfuknattleiksd.Hattar útbr.20000Vegna útbreiðsluátaks félagsins í fjórðungnum
Handknattleiksd. Hattar Gestaþj.14000Vegna heimsóknar gestaþjálfara
Þórdís Kristvinsdóttir - Skátar20000Vegna stofnunar skáta
Skíðadeild Hattar14000Vegna heimsóknar gestaþjálfara
Skíðad. Hattar/Hugins námskeið20000Vegna skíðanámskeiða
Skíðad. Hattar/Hugins Þjálf14000Vegna heimsóknar gestaþjálfara
Knattspyrnudeild Hattar20000Vegna unglingastarfs félagsins

 

Dregið í Malarvinnslubikarnum

<p><font size="3" face="Times New Roman" color="#000000">Í kvöld var dregið í Malarvinnslubikarnum. Níu lið mæta til leiks og leikin verður einföld umferð. Leiktími er kl 20:00 í öllum umferðum og verða lið að koma sér saman um frestun sín á milli og láta skrifstofu UÍA vita.</font></p>

<p><strong>Fyrsta umferð: Miðvikudagur 27. júní</strong> </p><p>06. apríl - UMFB<br />Dýnamó Höfn - Vetrarbruni<br />KR/Leiknir B - Höttur B<br />BN - Þristur<br /><em>Einherji situr hjá</em></p><p><strong>Önnur umferð: Sunnudagur 1. júlí</strong></p><p>Höttur B - BN<br />Vetrarbruni - KR/Leiknir B<br />UMFB - Dýnamó Höfn<br />Einherji - 06. apríl<br /><em>Þristur situr hjá</em></p><p><strong>Þriðja umferð: Sunnudagur 8. júlí</strong></p><p>Dýnamó Höfn - Einherji<br />KR/Leiknir B - UMFB<br />BN-Vetrarbruni<br />Þristur - Höttur B<br /><em>06.apríl situr hjá</em></p><p><strong>Fjórða umferð: Sunnudagur 15. júlí</strong></p><p>Vetrarbruni - Þristur<br />UMFB - BN<br />Einherji - KR/Leiknir B<br />06.apríl - Dýnamó Höfn<br /><em>Höttur B situr hjá</em></p><p><strong>Fimmta umferð: Sunnudagur 22.júlí</strong></p><p>KR/Leiknir B - 06.apríl<br />BN - Einherji<br />Þristur - UMFB<br />Höttur B - Vetrarbruni<br /><em>Dýnamó Höfn situr hjá</em></p><p><strong>Sjötta umferð: Sunnudagur 29. Júlí</strong></p><p>UMFB - Höttur B<br />Einherji - Þristur<br />06.apríl - BN<br />Dýnamó - KR/Leiknir B<br /><em>Vetrarbruni situr hjá</em></p><p><strong>Sjöunda umferð: Miðvikudaginn 1. ágúst</strong></p><p>BN - Dýnamó Höfn<br />Þristur - 06.apríl<br />Höttur B - Einherji<br />Vetrarbruni - UMFB<br /><em>KR/Leiknir B situr hjá</em></p><p><strong>Áttunda umferð: Sunnudaginn 12. ágúst</strong></p><p>Einherji - Vetrarbruni<br />06.apríl - Höttur B<br />Dýnamó Höfn - Þristur<br />KR/Leiknir B - BN<br /><em>UMFB situr hjá</em></p><p><strong>Níunda umferð: Sunnudaginn 19.ágúst</strong></p><p>Þristur - KR/Leiknir B<br />Höttur B - Dýnamó Höfn<br />Vetrarbruni - 06.apríl<br />UMFB - Einherji<br /><em>BN situr hjá</em></p><p /><p><br /></p>

Opið fyrir skráningu í Bikarkeppni UÍA í knattspyrnu

Eins og mörg undanfarin sumur stendur UÍA fyrir deildarkeppni í knattspyrnu karla.

<p>Stefnt er að því að mótið hefjist 18.júní og að því ljúki um miðjan ágúst mánuð.  Tekið er við skráningum á <a href="/mailto:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.</a>, ; mótsgjaldið að þessu sinni er 25.000.- kr á lið.  </p><p>Keppnin er opin félögum innan aðildarsvæðis UÍA, frá Bakkafirði til Djúpavogs. Skráningarfrestur í keppnina er til 15. júní. Við skráningu skal hvert félag leggja fram: Nöfn tveggja dómara (aðal og vara) og fjögurra aðstoðarmanna sem dæma munu í bikarnum. UÍA hefur yfirumsjón með dómaramálum og greiðir laun aðaldómara. Dómarar skulu hafa lokið unglingadómaraprófi KSÍ og aðstoðardómarar náð 16 ára aldri og kunna góð skil á knattspyrnureglunum.<br />Einnig skal skila inn leikstað.</p><p>Frekari upplýsingar veitir Gísli Sigurðarson í síma 691-2205. </p><p><a href="/images/stories/Malarvinnslubikarinn%202006_skraningareydublad.doc"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/doc_small.gif" align="bottom" border="0" /> Malarvinnslubikarinn 2006_skraningareydublad.doc</a></p><p><a href="/images/stories/Malarvinnslubikarinn%202006_skraningareydublad.pdf"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/pdf_small.gif" align="bottom" border="0" /> Malarvinnslubikarinn 2006_skraningareydublad.pdf</a></p>

Meistaramót UÍA í frjalsum fer fram 17.mars.

Meistaramót UÍA í frjálsum, innanhús, fer fram á Fásakruðsfirði þann 17.mars næstkomandi.

 

Mótið hefst klukkan 12:00 og er áætluð mótslok um klukkan 16:00. Tekið er við skráningum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en skráningargjöld eru 500 krónur fyrir 10 ára og yngri, óháð fjölda greina, og 500 krónur á grein fyrir 11 ára og eldri. Mótið er í umsjá Leiknis, en þeir hafa haldið mótið með miklum sóma síðustu ár.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok