Fundargerð formannafundar

Formannafundur UÍA var haldinn á Reyðarfirði 11. maí

 

Formannafundur UÍA, Reyðarfirði 11. maí 2006


1. Formaður UÍA, Jóhann Tryggvason, setti fundinn og byrjaði á að kynna starf UÍA að undanförnu. Búið er að úthluta 3 milljó. úr styrktarsjóðnum Spretti. Gerður var búningasamningur við KHB sem ekki hefur gengið nógu vel að uppfylla þar sem einungis eitt félag hefur nýtt sér samninginn. Sumarhátíðin seinasta ár var nokkuð hefðbundin og UÍA hélt Meistaramót Íslands í frjálsum fyrir FRÍ. UÍA hélt gangahlaup í samstarfi við Leikni og Val sem tókst mjög vel og þó hagnaðurinn hafi ekki verið neitt gríðarlegur urðu félögin mjög sýnileg á meðan mótið fór fram. Þing UMFÍ var haldið seinasta haust og ÍSÍ um seinustu mánaðarmót, fulltrúar UÍA sóttu þau þing. Unnið hefur verið að því að endurvekja starfsemi í ráðum og nefndum UÍA. Tvö Snæfell eru komin út frá seinasta þingi og það þriðja á leiðinni í lok maí. Jóhann ræddi um komandi verkefni, Sumarhátíð, Unglingalandsmót á Laugum, farandþjálfun í frjálsum, skil á starfsskýrslum, námskeiðahald með haustinu en langflest námskeið frá 2001 hafa fallið upp vegna ónógrar þátttöku, spennandi tímar í nýjum íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu, vinna í merkjum allra aðilarfélaga UÍA.

2. Fulltrúar félaga kynna og segja frá starfi síns félags

Jóna Petra Magnúsdóttir, form. Súlunnar Stfj., starfsemin þar aldrei verið jafn léleg og í ár, einungis fótboltaæfingar í vetur, í fyrra var leikjanámskeið, frjálsar og körfubolti. Ástæðan er þjálfaraskortur. Fernum safnað í vetur, þokkalegur tekjustofn, mögulega dagblöðum líka, selt ljósaperur og jólapappír og kort, jólabingó. Félagið hefur séð um 17. júní hátíðahöld.

Gunnar Gunnarsson, Þristi. Tvær æfingar á viku yfir vetrartímann, frjálsar og leikir, seinasta sumar frjálsar og fótbolti, lið í Malarvinnslubikarnum. Stutt við skák á Hallormsstað sem hefur gengið vel.

Helga Hrönn Melsteð, form. Hrafnkels Freysgoða, alltaf séð um 17. júní hátíðahöld á Breiðdalsvík, sent krakka á unglingalandsmót en æfingar illa sóttar en aðgengi að þjálfara er ágætt. Sér ekki fram á miklar æfingar í sumar frekar en seinasta sumar. Góðir styrkir frá Breiðdalshrepp, fín aðstaða. Óhefðbundið íþróttamót á Skriðuklaustri sem hluti af Ormsteiti.

Helgi Sigurðsson, form. Hattar, blak, fimleikar, frjálsar, skíðadeild, frjálsar, sund, og knattspyrna. Sunddeildin að byrja aftur, tæplega 30 iðkendur, 1.487 félagar skráðir. Starf í kringum félagið mikið og tímafrekt, endurnýjaður samningur við Fljótsdalshérað þar sem sveitafélagið viðurkennir þjónustuhlutverk félagsins, brenna. Fimleikadeild fyrirmyndarfélag, frjálsíþróttadeild í vinnu. Gengur vel að fá fólk í stjórn.

Pétur Gíslason, Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, seinasta sumar var ráðinn framkvæmdastjóri og þjálfari sem breytti ýmsu, stóð t.d. fyrir vel lukkuðu kvennagolfnámskeiði, barna- og unglingastarf endurvakið, fjöldi félagsmanna tæplega tvöfaldaðist á seinasta ári. Veltan í fyrra um 7 milljó., búið að ráða 6 starfsmenn í vinnu í sumar við golfvöllinn, að auki gerðar ráðstafanir varðandi unglingastarf. Gott samstarf golfklúbba við skipulagningu mótahalds.

Ásta Ásgeirsdóttir, Val Rfj.: Skíðadeild, sunddeild, glímudeild, fótbolti og frjálsar yfir sumarið, mjög vel sótt. Sjá um 17. júní, haldið leikjanámskeið á sumrin, fótboltaæfingar, búið að ráða þjálfara fyrir sumarið, glíman alls staðar, seldir hafa verið Valsgallar og ráðast á í vindgalla í vor, Valur átti fulltrúa á Landsmóti UMFÍ.

Steinn Jónasson, Leikni F.: Byrjaði á að gagnrýna starfsskýrsluvinnu, aðalfundur haldinn á eftir aðalfundi deildar á vorin, því félögin stelast hvort sem er til að vera sein. Samstarf í knattspyrnu með eldri flokka við félög í Fjarðabyggð, nauðsyn á samstarfi í frjálsum, stofnuð blakdeild um daginn, hvetur til aukinnar samvinnu félaga í framtíðinni.

Albert Jensson, form. Neista: Félagið ræður framkv.stjóra til að sjá um starfið. Æfingar á veturna í fótbolta, frjálsum, fimleikum og sundi.

Bergur Hallgrímsson, Freyfaxa, kynslóðaskipti í stjórn, nýtt hesthúsahverfi á Fljótsdalshéraði, æskulýðsstarf aldrei verið öflugra, reiðskóli í fyrsta skipti, reglulegir reiðtúrar, keppa undir UÍA í 3ja skipti í bikarmóti Norðurlands í ár, Ístölt Austurlands, sóttu um styrk til byggingar reiðhallar, áform um að flytja keppnissvæðið frá Stekkhólma í Fossgerði. Fagnar tilkomu Spretts. Gott samstarf Blæs og Freyfaxa.

Vilberg Einarsson, form. Blæs: Mikil fjölgun, 80 félagar í dag, góð þátttaka í mótum og útreiðum. Ýmsir viðburðir, krakkakvöld, myndbandskvöld, unglingadaga, hópreiðar, „skemmtikvöld“ á föstudögum. Félagshús og völlur á Kirkjubólseyrum. Ýmis námskeið og kynningar. Fjölskylduhelgi í fyrra. Ánægður með Sprett. Félagið hefur sótt um styrk fyrir reiðskemmu.

Björgúlfur Halldórsson, form. Þróttar N.: Fjórar deildir, blak, knattspyrna, sund og skíði, sundið dalaði eftir góð ár, blakið á uppleið eftir að hafa misst leikmenn, á ýmsu hefur gengið á skíðunum vegna snjóleysis, gott gengi þó í vetur, knattspyrnan stærsti pósturinn þrátt fyrir aðstæðuleysi sem er að rætast úr. Gott ástand á fjármálum.

Jóna Mekkín, knattspyrnu Austra á Eskifirði. 80-90 iðkendur í knattspyrnunni yfir sumarið, öflug frjálsíþróttadeild fyrir áramót, sunddeild gengur vel. Aðstaða slök. Styrkir frá fyrirtækjum gera félaginu kleift að gefa ungum knattspyrnumönnum peysur, buxur og sokka til að spila á gervigrasinu á sparkvellinum.

Umræður um starfsskýrsluskil og félagakerfið FELIX.

Einnig var rætt um búningasamninginn við KHB.

3. Yfirlit frá gjaldkera og framkvæmdastjóra

Gísli fór yfir fjármál og Sprett. Almenn ánægja með sjóðinn.

5. Skoðunarferð í nýja Fjarðabyggðarhöll

Gunnar ritaði fundargerð.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok