Tour de Orminum aflýst

Stjórn UÍA hefur ákveðið að aflýsa hjólreiðakeppninni Tour de Orminum sem halda átti laugardaginn 15. ágúst.

 

Ákvörðunin er tekin í ljósi takmarkana á fjöldasamkomunum og íþróttastarfi vegna Covid-19 faraldursins. Stjórn UÍA telur erfitt að halda keppnina við þær aðstæður sem nú eru uppi og rétt að sýna ábyrgð til að tryggja heilsu og öryggi keppenda, sjálfboðaliða og íbúa.

Skrifstofa UÍA hefur hafið undirbúning að endurgreiðslu greiddra skráningargjalda.

Stjórn UÍA minnir á að hreyfing er mikilvæg nú sem fyrr og hvetur bæði hjólreiðaáhugamenn og Austfirðinga alla til að nota síðustu daga sumarsins til útivistar og íþrótta.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok