Haraldur Gústafsson Íslandsmeistari í bogfimi

Haraldur Gústafsson úr SkAust varð um helgina Íslandsmeistari í bogfimi með sveigboga. Þetta er fyrsti titill Haraldar utanhúss í opnum flokki en hann hefur verið í fremstu röð bogfimimanna hér á landi undanfarin ár. Guðný Gréta Eyþórsdóttir vann einnig til verðlauna á mótinu.

 

Íslandsmeistaramótið fór fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og var láni keppenda verulega misskipt hvað varðar veðrið. Á laugardag var keppt með berboga og trissuboga og þá var hávaðarok á keppnisstað sem skiljanlega gerði bogfimifólkinu erfitt fyrir. Á sunnudag var hins vegar ágætis veður og þá var keppt með sveigboga. Haraldur tryggði sér sigurinn með glæsibrag, lagði Íslandsmeistarann innanhúss í úrslitaviðureigninni og hafði áður lagt fráfarandi Íslandsmeistara utanhúss í undanúrslitum.

Auk Haraldar keppti Guðný Gréta Eyþórsdóttir einnig fyrir hönd SkAust á mótinu. Hún hreppti bronsverðlaun í kvennaflokki með berboga og saman hrepptu hún og Haraldur einnig bronsið í tvíliðaleik með sveigboga.

UÍA óskar Haraldi og Guðnýju hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok