Sumarstarf

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands UÍA óskar eftir sumarstarfsmanni í fullt starf.

 

Helstu verkefni:
• Umsjón með farandþjálfun.
• Undirbúningur og framkvæmd fjölbreyttra íþróttamóta og -viðburða.
Starfsmaðurinn sem við erum að leita að þarf að:
• Hafa þekkingu og reynslu af þjálfun barna og unglinga.
• Íþróttafræðimenntun er kostur en ekki skilyrði.
• Vera góð fyrirmynd og geta framvísað hreinu sakavottorði.
• Vera skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.
• Vera jákvæður og lipur í mannlegum samskiptum.
• Hafa brennandi áhuga á íþróttum.
• Hafa bílpróf.

Áætlaður ráðningartími er frá 15. maí til 20. ágúst.
Sumarstarfsmaður starfar með framkvæmdastjóra og stjórn UÍA.
Umsóknir skulu berast fyrir 20. mars nk. á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., s. 471 1353 / 899 7888 eða Gunnar Gunnarsson formaður, 848 1981

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok