Tour de Ormurinn fór fram um helgina

Tour de Ormurinn fór fram í áttunda skipti sl. laugardag. Það voru 36 keppendur sem fóru af stað í rásmarkinu, þar af voru tvö lið og fimm hörkutól sem lögðu leið sína lengst inn í Fljótsdal um 103 km. leið.

Aðrir hjóluðu Orminn langa en hann er 68 km leið sem liggur um Löginn. Keppnin fór vel fram og stóður keppendur sig virkilega vel þrátt fyrir erfiðan hliðarvind í upphafi.

Nýtt brautarmet var slegið í kvennaflokki þegar Hafdís Sigurðardóttir kom í mark eftir aðeins tvær klukkustundir og 5 mínútur eða á tímanum 2:05:16. Hrafnkell Elísson tók sig til í sumar og keppti í Urriðavatnssundinu, Barðsneshlaupinu og fór hörkutólahringinn í Tour de Orminum. Þeir sem ná að klára allar þessar þrautir hljóta nafnbótina Álkarlinn.

Úrslit keppninnar má nálgast á https://timataka.net/ormurinn2019/


Sjálfboðaliðar stóðu vaktina allan hringinn en keppnin gæti ekki farið fram án þeirra. 
Við þökkum keppendum, sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum fyrir sinn þátt, sjáumst að ári! 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok