Guðný Íslandsmeistari í sveigboga

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót utandyra 2019 í bogfimi að Stóra-Núpi. Þar fór Guðný Gréta Eyþórsdóttir úr Skotfélagi Austurlands (SKAUST) með sigur úr bítum í sveigboga kenna og hlaut þar með Íslandsmeistaratitil. 

 

Keppnina um gullið átti hún við Sigríði Sigurðardóttur úr BF Hróa Hetti.  Eftir fyrstu umferð voru þær jafnar, 1-1, en eftir það sló Guðný ekki slöku við og vann viðureignina 7-1. 

Guðný keppti einnig í berbogaflokki þar sem hún átti jafnan leik við Guðbjörgu Reynisdóttur úr BF Hróa Hetti sem réðist í einnar örvar bráðabana með sigri Guðbjargar.

 

Við óskum Guðnýju Grétu innilega til hamingju með stórkostlegan árangur á mótinu.

Meira um mótið má finna á https://archery.is

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok