Guðný Íslandsmeistari í sveigboga

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót utandyra 2019 í bogfimi að Stóra-Núpi. Þar fór Guðný Gréta Eyþórsdóttir úr Skotfélagi Austurlands (SKAUST) með sigur úr bítum í sveigboga kenna og hlaut þar með Íslandsmeistaratitil. 

 

Keppnina um gullið átti hún við Sigríði Sigurðardóttur úr BF Hróa Hetti.  Eftir fyrstu umferð voru þær jafnar, 1-1, en eftir það sló Guðný ekki slöku við og vann viðureignina 7-1. 

Guðný keppti einnig í berbogaflokki þar sem hún átti jafnan leik við Guðbjörgu Reynisdóttur úr BF Hróa Hetti sem réðist í einnar örvar bráðabana með sigri Guðbjargar.

 

Við óskum Guðnýju Grétu innilega til hamingju með stórkostlegan árangur á mótinu.

Meira um mótið má finna á https://archery.is

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ