Opin samæfing í frjálsíþróttum fyrir alla

Miðvikudaginn 10. júlí mun UÍA bjóða öllum sem vilja að koma á opna samæfingu í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli klukkan 16:30

Frjálsíþrótta hluti Sumarhátíðarinnar mun fara fram á sunnudaginn, 14. júlí. Þar verður fjölbreytt úrval keppnisgreina en þau yngstu fá að spreyta sig í langstökki, boltakasti, 60 metrum og hringhlaupi. Á samæfingunni verður farið yfir grunnatriði í þessum hlestu greinum en það getur verið gott fyrir keppendur að fá að venjast undirlaginu á vellinum og aðstöðunni almennt. Einnig verður farið í létta leiki en á meðan stendur foreldrum til boða að hita sig upp í stígvélakasti, en það er ein af keppnisgreinum Styrktarmóts UÍA sem fer fram á föstudeginum. 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok