Margfaldir Íslandsmeistarar og frábærar bætingar á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram dagana 22. og 23. júní á Laugardalsvelli í Reykjavík. Þar telfdi UÍA fram sterku liði 5 einstaklinga sem sóttu heil 90 stig heim fyrir félagið. Miklar bætingar voru hjá þeim öllum í flestum greinum og snéru aftur með alls 7 verðlaun.

Árangur okkar keppenda var sem hér segir:

Björg Gunnlaugsdóttir (13 ára) er tvöfaldur Íslandsmeistari, í 100 m hlaupi á 13,57 og 600 m hlaupi á 1,49:35. Hún varð í 2. sæti í langstökki með 4,74 m og 4. í spjótkasti með 22,72 m.

Birna Jóna Sverrisdóttir (12 ára) varð Íslandsmeistari í kúluvarpi með 9,41 m og 5. í spjótkasti með 20,20 m.

Viktor Ívan Vilbergsson (14 ára) hlaut silfur í 100 m hlaupi á 12,86 og brons í 600 m 1,41:95. Hann varð í 5. sæti í langstökki með 4,61 m.

Hrafn Sigurðsson (13 ára) varð í 2. sæti í 600 m hlaupi á 1,46:06 og í 5. sæti í 100 m með 14,21 sek.

Hjördís María Sigurðardóttir (13 ára) keppti í langstökki og 100 m hlaupi og bætti sig í báðum greinum.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með frekari bætingum hjá þessum frábæra hóp!

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok