Forskráning hafin í Tour de Orminn

Opnað hefur verið fyrir forskráningu í Tour de Orminn sem haldinn verður laugardaginn 10. ágúst.

Þátttaka hefur farið vaxandi síðustu ár og stefnir því allt í að metin haldi áfram að falla! Keppt verður, líkt og fyrri ár, í tveimur vegalengdum í bæði einstaklings- og liðakeppni. Annars vegar er 68 km. leið sem liggur um Löginn og hins vegar 103 km hringur fyrir þá hörðurstu, hann fer inn í botn Fljótsdals en nánari leiðarlýsingar má nálgast á heimasíðu keppninnar

Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast með keppninni á facebook og skrá ykkur hér.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ