Forskráning hafin í Tour de Orminn

Opnað hefur verið fyrir forskráningu í Tour de Orminn sem haldinn verður laugardaginn 10. ágúst.

Þátttaka hefur farið vaxandi síðustu ár og stefnir því allt í að metin haldi áfram að falla! Keppt verður, líkt og fyrri ár, í tveimur vegalengdum í bæði einstaklings- og liðakeppni. Annars vegar er 68 km. leið sem liggur um Löginn og hins vegar 103 km hringur fyrir þá hörðurstu, hann fer inn í botn Fljótsdals en nánari leiðarlýsingar má nálgast á heimasíðu keppninnar

Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast með keppninni á facebook og skrá ykkur hér.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok