Úrslit Bólholtsbikarsins 2019

Í vetur fór fram bikarkeppni UÍA og Bólholts og fór úrslitakeppnin fram 13. apríl sl.

 Í undanúrslitum kepptu annars vegar Höttur yngri og Nautin og hins vegar Höttur old og Fjarðabyggð. Þar báru bæði Hattarliðin sigur úr býtum, þeir yngri unnu 62-56 og þeir eldri 77-63 og börðust Hatttarmenn því um bikarinn.

Lokatölur í leik Nautanna og Fjarðabyggðar um bronsið voru 72-56 fyrir Nautunum. Úrslitaleikurinn byrjaði virkilega spennandi en eftir góðabaráttu sátu þeir eldri eftir og þeir yngri hnepptu hnossið og lyftu Bólholtsbikarnum 2019 á loft. Lokatölur í leiknum voru 70-64.

Stigahæsti maður mótsins var Viðar Örn Hafsteinsson.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok