Úrslit Bólholtsbikarsins 2019

Í vetur fór fram bikarkeppni UÍA og Bólholts og fór úrslitakeppnin fram 13. apríl sl.

 Í undanúrslitum kepptu annars vegar Höttur yngri og Nautin og hins vegar Höttur old og Fjarðabyggð. Þar báru bæði Hattarliðin sigur úr býtum, þeir yngri unnu 62-56 og þeir eldri 77-63 og börðust Hatttarmenn því um bikarinn.

Lokatölur í leik Nautanna og Fjarðabyggðar um bronsið voru 72-56 fyrir Nautunum. Úrslitaleikurinn byrjaði virkilega spennandi en eftir góðabaráttu sátu þeir eldri eftir og þeir yngri hnepptu hnossið og lyftu Bólholtsbikarnum 2019 á loft. Lokatölur í leiknum voru 70-64.

Stigahæsti maður mótsins var Viðar Örn Hafsteinsson.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ