Hreyfivika UMFÍ og námskeið í boccia og ringó

Vikuna 27. maí til 2. júní verður Hreyfivika UMFÍ haldin í áttunda skiptið. Hreyfivikan eða Now We Move er evrópsk lýðheilsuherferð sem hefur það markmið að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. Meginmarkmiðið er þó að fá hundrað milljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020 en rannsóknir hafa sýnt að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu gerir það.

Í Hreyfiviku er boðið upp á ýmsa viðburði sem tengjast hreyfingu á einn eða annan hátt. Allir geta tekið þátt. Annars vegar getur þú tekið þátt í viðburð eða skráð viðburð á heimasíðu verkefnisins og þannig orðið boðberi hreyfingar!

Austurland er engin undantekning en þegar hefur verið skráður fjöldi fjölbreyttra viðburða um fjórðunginn. Fylgist vel með á næstu dögum þegar viðburðirnir verða kynntir, ýmist í Dagskránni, á Facebook eða á heimasíðu verkefnisins.
Hreyfivika á Vopnafirði
Hreyfivika í Fjarðarbyggð
Hreyfivikan á Fáskrúðsfirði

UÍA í samstarfi við Þrótt N. mun standa fyrir boccia- og ringó námskeiði í Neskaupstað þriðjudaginn 28. maí. Flemming Jessen mun þar fara yfir greinarnar og helstu reglur í þeim. Námskeiðið er kjörið fyrir alla áhugasama en greinarnar hafa notið mikilla vinsælda um allan heim.

Enn er kostur á að bóka Flemming til að halda námskeið á mánudegi 27.5 eða miðvikudegi 29.5  og hvetjum við því áhugasöm félög til þess að hafa samband við okkur sem fyrst. Námskeiðin eru tvö, annars vegar boccia sem tekur 3-4 klst. og hins vegar ringó sem tekur 2 klst. Félög geta valið hvort þau bóki bæði námskeiðin eða annað hvort þeirra. Skilyrði fyrir því að fá námskeiðið til sín er að hafa aðstöðu til þess að spila íþróttirnar en boccíavöllur er 12,5 x 6 m og ringó er leikið á dæmigerðum blakvelli.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok