Skráning opin fyrir Landsmót UMFÍ 50+

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað dagana 28.-30. júní.

 

Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í eitthvert íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum.

Þátttökugjald er 4.900 krónur og er fyrir það hægt að skrá sig í eins margar greinar og viðkomandi vill taka þátt í.

UMFÍ heldur mótið með Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (UÍA) og sveitarfélaginu Fjarðabyggð.

Keppnisgreinar á mótinu eru: Boccía, bridds, frjálsar íþróttir, frisbígolf, garðahlaup, golf, línudans, lomber, pílukast, pútt ringó, skák, strandblak og sund. Að sjálfsögðu verður líka keppt í klassísku stígvélakasti og pönnukökubakstri, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda.

Fólk undir fimmtugu þarf ekki að standa hjá og horfa því opið er á ýmsa viðburði fyrir fólk á þeim aldri. Garðahlaup er einn slíkra viðburða.

Hægt er að smella hér og skrá sig

 

Ítarlegar upplýsingar má finna á

Heimasíða Landsmóts UMFÍ 50+

Viðburðasíða á Facebook

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok