Tveir Íslandsmeistarar að austan

Keppendur UÍA fóru heim með tvenn gullverðlaun af Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss 11-14 ára sem haldið var um síðustu helgi.

Hrafn Sigurðsson og Björg Gunnlaugsdóttir fengu gullverðlaun í 600 metra hlaupi í flokki 13 ára og höfðu nokkra yfirburði yfir mótherja sína. Björg kom í mark á tímanum 1:45,02 mín og Hrafn á 1:48,52 mín.

Björg hlaut verðlaun í öllum þeim greinum sem hún tók þátt í. Hún náði silfri í 60 metra hlaupi á tímanum 8,69 sek og brons í langstökki þar sem hún stökk 4,35 metra.

Fjórir af fimm keppendum UÍA náðu á verðlaunapall. Birna Jóna Sverrisdóttir fékk silfur í kúluvarpi 12 ára stúlkna þar sem hún kastaði 8,54 metra og Steinar Aðalsteinsson brons í kúluvarpi 12 ára pilta þar sem hann kastaði 7,09 metra. Þá tók Hafdís Anna Svansdóttir þátt í sínu fyrsta MÍ.

Þá varð UÍA í níunda sæti í stigakeppni, sem er góður árangur miðað við fjölda keppenda. 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok